Farsótt slær á átakamenningu

Það ber nýrra við að Ragnar Þór í VR sé ekki tilbúinn í átök. Spurning hvort Gunnar Smári og Anna Sólveig í Eflingu séu sama sinnis. Þau gera út Sósíalistaflokk samhliða verkalýðsfélagi.

Virðingarvert er að Ragnar Þór leggi raunsætt mat á stöðu mála. Orð hans má hafa til marks um viðhorfsbreytingu í samfélaginu er fylgir farsóttinni.

Launþegar eru í þokkalegum málum. Ríkisstjórnin gerði sitt til að draga úr högginu þegar afturkippur kom í efnahagslífið með fyrstu til þriðju bylgju farsóttar. En eru kurlin ekki komin öll til grafar í þeirri fjórðu. Skynsamlegast er að bíða af sér élið. 


mbl.is Ekki stemning fyrir átökum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband