Fimmtudagur, 22. júlí 2021
Sálfræði, farsótt og pólitík
Stór hluti þjóðarinnar er bólusettur við Kínaveirunni. Í fjórðu bylgju veirunnar er ekki ljóst hvort og hvernig eigi að bregðast við. Það er ekki til nein uppskrift. Á þessa leið mælist Katrínu forsætis í viðtali við Fréttablaðið.
Arnar Pálsson erfðafræðingur útskýrir í Kjarnanum hvers vegna bólusett þjóð sé útsett fyrir fjórðu bylgjuna. Stutta svarið er að bóluefni veita í kringum 80 prósent vörn við smiti annars vegar og hins vegar að þeir sem sýkjast verða minna veikir en óbólusettir.
Fyrir leikmann hljómar þetta eins og fjórða bylgjan sé álíka hættuleg og skæð vetrarflensa. Og ekki eru hafðar uppi samfélagsvarnir gegn árlegri flensu.
En málið er ekki svona einfalt. Sálfræði sóttvarna á tíma Kínaveiru gengur út á að veirunni beri að útrýma. En það er óvart ekki hægt, sbr. viðtalið við Arnar Pálsson. En það má heldur ekki gera ekki neitt, samkvæmt sömu sálfræði.
Við sitjum uppi með mótsögn. Það má ekki sitja með hendur í skauti en engar ráðstafanir eru nægar til að ná yfirlýstu markmiði - að útrýma veirunni sem sífellt sýnir sig í nýjum afbrigðum.
Til að bæta gráu ofan á svart koma menn eins og Birgir forstjóri Play og heimta að ríkisstjórnin ákveði framtíðina í farsóttarheimi. En það er heldur ekki hægt. Það er miklu stærra helvítis fokk út í heimi en á Fróni út af veiruskrattanum.
En svo vill til að það er hægt að leysa mótsögnina, góðu heilli, og finna lausn sem bæði er sanngjörn, málefnaleg m.t.t. aðstæðna og hófleg. Lausnin liggur í málamiðlun. Að grípa til ráðstafana við landamærin, eins og þegar hefur verið gert, og setja reglur innanlands sem stemma stigu við fjórðu bylgjunni.
Hverjar eiga þær reglur að vera? Tja, það er pólitískt úrlausnarefni.
Kallar eftir framtíðarsýn stjórnvalda í faraldrinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gætti hérna LAUSNIN / SÖKUDÓLGURINN fundinn?
"Vísindarannsóknir sýna að 5G-símturnakerfið
valdi sömu einkennum og Covid-19":
https://ingaghall.blog.is/blog/ingaghall/#entry-2267388
Jón Þórhallsson, 22.7.2021 kl. 10:39
Sökudólgurinn háþróað strýðstól Jón Þórhallsson? Hvernig þá!?
Helga Kristjánsdóttir, 22.7.2021 kl. 13:41
Þetta myndband útskýrir málið best:
https://www.youtube.com/watch?v=yNBYF2ry6lc
Jón Þórhallsson, 22.7.2021 kl. 14:35
Frábær greining á hugarástandi Íslendinga í dag
Algjört Catch 22
Grímur Kjartansson, 22.7.2021 kl. 17:02
Nú þegar búið er að beita þeim vörnum sem í boði eru, og sem í boði verða, með bólusetningum, gilda ekki lengur þau rök að halda verði samfélaginu í heljargreipum með tilheyrandi afleiðingum til að fresta útbreiðslu pestarinnar þar til búið sé að koma vörnum við.
Þeir sem bólusettir hafa verið, en sem bóluefnin verja ekki, um 3% af 10-20% hópsins, munu einfaldlega veikjast. Og það litla brot þeirra sem á það á hættu að deyja, munu deyja.
Þ.e.a.s: Allar aðgerðir sem nú er beitt fresta einungis hinu óumflýjanlega en það er útilokað að þær afstýri því.
Þorsteinn Siglaugsson, 22.7.2021 kl. 18:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.