Miðvikudagur, 21. júlí 2021
Krónan staðfestir: EES-samningurinn er ónýtur
EES-samningurinn er tæplega 30 ára gamall, ætlaður þjóðum á leið í Evrópusambandið. Í dag eru það 3 smáríki, Ísland, Noregur og Liechtenstein, sem eiga aðild að samningnum á móti ESB. Bretum datt ekki í hug að ánetjast samningnum eftir útgöngu úr ESB með Brexit.
EES er vasaútgáfa af inngöngusamningi í Evrópusambandið. Ísland hætti við aðild að ESB áramótin 2012/2013 í tíð vinstristjórnar Jóhönnu Sig. Það er ekki pólitískur vilji til að Ísland gangi í ESB. Eftir Brexit er það pólitískur ómöguleiki.
Stefna verslunarkeðjunnar Krónunnar gegn íslenska ríkinu er á grunni EES-samningsins. Krónan telur sig eiga bætur inni hjá almenningi, ríkissjóði, vegna þess að ítrustu ákvæði EES voru ekki nýtt til að flytja inn í landið evrópska iðnaðarvöru undir merkjum landbúnaðar s.s. egg, kjöt og mjólkurvörur.
Líkt og aðrar þjóðir standa Íslendingar vörð um innlenda matvælaframleiðslu. Málssókn Krónunnar sýnir að innan ramma EES-samningsins er ekki hægt að gæta innlendra hagsmuna gagnvart útlöndum.
EES-samningnum á að segja upp strax. Samningurinn er óboðlegur fullvalda ríki.
Krónan fer fram á milljarð í bætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekki gleyma Schengen?
Sigurður I B Guðmundsson, 21.7.2021 kl. 11:36
Og okkur var sagt að ees snerist um samræmingu á tollskrám og bílnúmerum og tollausan aðgang að innri markaðnum, sem reyndist ósatt og það þyrfti ekki að kjósa um þetta þrátt fyrir tugþúsunda undirskrifta...
Guðmundur Böðvarsson, 21.7.2021 kl. 11:39
"Samningurinn er óboðlegur fullvalda ríki" er hárnákvæmt orðalag.
Gunnlaugur Baldvin Ólafsson, 21.7.2021 kl. 11:39
Tek undir það orðalag Gunnlaugur.
Helga Kristjánsdóttir, 21.7.2021 kl. 12:58
Blessaður Páll.
Þegar þú mælir manna heilastur, þá eiga orð þín að rammast inn;
"Líkt og aðrar þjóðir standa Íslendingar vörð um innlenda matvælaframleiðslu. Málssókn Krónunnar sýnir að innan ramma EES-samningsins er ekki hægt að gæta innlendra hagsmuna gagnvart útlöndum.
EES-samningnum á að segja upp strax. Samningurinn er óboðlegur fullvalda ríki.".
Þennan steðja þarf að hamra.
En það er rangt að segja að samningurinn sé óboðlegur fullvalda ríki, vegna hans er Ísland ekki fullvalda ríki, hafi einhver efast, þá hvarf sá efi við afgreiðslu Alþingis á Orkupakka 3, afsal á yfirráðum þjóðarinnar yfir orkuauðlindum sínum með einfaldri þingsályktun.
Það var ekki lægra lagst á Kópavogsfundinum 1662.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 21.7.2021 kl. 13:06
En Ómar! EES er vasaútgáfan af inngöngusamningi í ESB. Ísland hætti við aðild að Evrópusambandinu áramótin 2112-2113.----
Helga Kristjánsdóttir, 21.7.2021 kl. 17:40
Og þess vegna er Ísland ekki fullvalda ríki.
Fullvalda ríki afhendir ekki yfirráðin yfir orkuauðlindum sínum erlendu yfirvaldi.
Þess vegna er sá hluti Sjálfstæðisflokksins sem þykist vera á móti aðild að ESB að spila með fólk.
Kallaðist tvöfeldni í mínu ungdæmi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.7.2021 kl. 07:42
Algerlega í stíl við að dæma Ólínu og fleirum bætur fyrir að vera óhæf til starfa. Fáránlegt
Halldór Jónsson, 22.7.2021 kl. 08:14
Já Ómar, fyrir Björn Bjarna er EES heilagt vé sem ekki má einu sinni anda á.Fyrir venjulega liðsmenn er þetta því off-limits
Halldór Jónsson, 22.7.2021 kl. 08:16
Þörf áminning Halldór sem ég las núna áðan í grein eftir sjálfstæðissinna flokksins.
"Íslendingar gerðu viðskiptasamning við Efnahagsbandalag Evrópu 1993, EES-samninginn, en hafa aldrei samþykkt að ganga í pólitískt bandalag við ESB eða lúta forræði þess.".
Það er engin tvöfeldni eða tvískinnungur í þessum orðum Arnars.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.7.2021 kl. 13:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.