Þriðjudagur, 20. júlí 2021
Skaðræðisfrétt RÚV
Heimilisfastur samfylkingarmaður, Eiríkur Bergmann, var leiddur fram í hádeginu af hagsmunahópnum á Efstaleiti til að segja þetta:
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hafi nánast tekið sér stöðu í stjórnarandstöðu í málinu. Með ummælum sínum í fjölmiðlum þá lýsi hún í raun andstöðu við ákvörðun eigin ríkisstjórnar.
Fréttin er búin til, hönnuð, til að valda pólitískum usla.
Það er engin frétt að samfylkingarmaður telji ríkisstjórnina loga í ófriði og að stjórnarkreppa sé á næsta leiti.
Lausaganga hagsmunahópsins á Efstaleiti er til óþurftar fyrir land og lýð.
Athugasemdir
Ertu ekki sammála mér í því að nýta tækifærið tengt nýrri stjórnarskrá
og taka upp FORSETA-ÞINGRÆÐI hér á landi
(eins og er í frakklandi)
þannig að FORSETI ÍSLANDS þyrfti þá sjálfur að axla raunverulega ábyrgð
á sinni þjóð með því að hann þyrfti sjálfur
að leggja af stað með stefnurnar í öllum stóru málunum
og standa eða að falla með þeim á kjördag?
Þó að það þyrfti að kjósa slíkan FORSETA í tveimur kosningaumferðum
þannig að viðkomandi hefði allavega 51% kosningamannabærra manna á bak við sig;
að þá gæti slíkt verið skárri kostur
en sú flokka-flækja sem að blasir við okkur
í bæði íslenskum og sænskum stjórnmálum í dag.
=Er ekki best að EITT HÖFUÐ tali fyrir ríkisstjórn íslands/
og er ekki best að það væri pólitískur forseti sem að hefði
allavega 51% kosningabærra manna á bak við sig?
Jón Þórhallsson, 20.7.2021 kl. 17:07
...nú úr því að höfundur er, enn á ný, kominn í eftiráspeki-gírinn, þá hlýtur að vera upplagt að spyrja höfund, þar sem hann virðist vita allt hvað fór fram hjá RÚV og hvað sé búið til , líklega þekkir blaðamaðurinn, höfundur það greinilega af reynslu sinni, um t.d hvar líkin af þeim Guðmundi og Geirfinni heitunum sé að finna. Nú þá væri nú ekki verra að vita hvað frúin í Hamborg gerði við aurinn sinn.....
Spyr sá sem ekki veit.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 20.7.2021 kl. 18:59
Fréttastofa ruv hefur verið við sama heygarðshornið síðan ég man fyrst eftir mér. Sífelldur vinstriáróður.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 20.7.2021 kl. 20:32
Hefði dómsmálaráðherra sagt þvert nei og stoppað málið þá hefði það verið frétt. En dómsmála hafði bara aðra skoðun en lét þar við sitja = engin frétt.
Ragnhildur Kolka, 21.7.2021 kl. 08:44
Rétt, pólitískt inngrip kommanna á RÚV enda Sigmar kominn í beint framboð
Halldór Jónsson, 22.7.2021 kl. 08:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.