Fimmtudagur, 15. júlí 2021
Biden, Trump og draumurinn um heimsríkið
20 ára stríðsrekstur Bandaríkjanna í Afganistan er það lengsta í sögu stórveldisins. Og það var mistök frá upphafi, líkt og Íraksstríðið 2003-2011.
Tilefni Afganistanstríðsins var árásin á tvíturnana í New York 11. september 2001. Hugmyndafræðina að bak er að finna í bók Francis Fukuyama um Endalok sögunnar.
Ráðandi kenning í Washington á síðasta áratug liðinnar aldar og fram að kjöri Trump var að vestrænt samfélagskerfi, stundum kallað vestrænt lýðræði, myndi leggja undir sig heiminn eftir fall kommúnismans 1989/1991.
Draumurinn um frjálslynda heimsríkið sem hið eina sanna stórveldi átti að koma í kring útskýrir hernaðarævintýri Bandaríkjanna alla þessa öld. Evrópusambandið og Nató voru helstu ábekingar og Sameinuðu þjóðirnar afgreiðslustofnun fyrir nauðsynlegar yfirlýsingar.
Trump fékk kjör sem forseti Bandaríkjanna 2016 með það umboð að binda endi á hernaðarævintýrin og setja áætlanir um heimsríkið ofan í skúffu.
Núverandi forseti, Joe Biden, fylgir stefnu Trump. Það þykir aftur ekki kurteisi að segja það upphátt.
Mistök að draga herlið frá Afganistan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sá sem ræður yfir Evrasíu ræður yfir heiminum.
Helgi Viðar Hilmarsson, 15.7.2021 kl. 16:37
Er það Helgi! Ég keypti EurAsia í vínil með David Brubeck og gaf bónda mínum og hann réði heimilinu þá í hughrifun. - kom upp í hugann er las athugasemdina þína.
Helga Kristjánsdóttir, 15.7.2021 kl. 23:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.