Miðvikudagur, 14. júlí 2021
Mannvirðing og liðsdráttur
Er Ingó veðurguð verðugur mannorðsins? Nei, segja Öfgar, hann hefur ekki komið fram af virðingu við konur. Já, segja stuðningsmenn, hann er hvorki ákærður né dæmdur og nafnlausar sögur eru ómarktækar.
Svo hefst liðssafnaður, ýmist til stuðnings Ingó eða Öfgum, og dómsmál eru undirbúin. Ekki um athafnir veðurguðsins heldur æru hans.
Minnir á Sturlungu. Virðing og sæmd koma þar við sögu, liðsdrættir og dómsmál sömuleiðis. En málsatvik oft óljós.
Vilja að nöfn þeirra sem studdu Ingó verði birt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Ögum" þykir kaldhæðnislegt að listinn sé nafnlaus. Það sem kannski er kaldhæðnislegra er að "öfgum" skuli þykja það.
Gunnar Heiðarsson, 14.7.2021 kl. 09:27
Finnst þeim ekkert kaldhæðnislegt að ásakanirnar á hendur veðurguðinum séu nafnlausar ? Þeim sem ekki koma fram undir nafni er ekki mark takandi á, bara núll og nix, lægsti samnefnari samfélagsins.
Örn Gunnlaugsson, 14.7.2021 kl. 11:49
Það er auðvelt að sjá að þetta snýst ekki um kvenréttindi heldur um völd, félagslega yfirburði, að skapa nýja valdastétt femínistanna.
Ef samfélag okkar ekki túlkar þetta sem rógsherferð og atlögu að atvinnu og æru veðurguðsins - og ef dómstólarnir ekki kveða niður "Öfgana" sem eru öfgar, þá má segja að enginn verði óhultur og hægt verði að rægja alla niður í hel af þessum sömu "Öfgum" eða einhverjum öðrum. Fram að þessu hefur lýðræðissamfélag ekki liðið róg og níð sem ekki er búið að sanna með lögum, til þess höfum við þar til gerðar stofnanir sem rannsaka og skera úr um með dómi.
Ingólfur Sigurðsson, 14.7.2021 kl. 13:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.