Mánudagur, 5. júlí 2021
ESB-sósíalismi og Austur-Evrópa
Austur-Evrópa liggur á milli kjarnaríkja Evrópusambandsins, Frakklands og Ţýskalands, annars vegar og hins vegar Rússlands.
Viđ lok kalda stríđsins hrúguđust Austur-Evrópuríki inn í Evrópusambandiđ til ađ slíta sig laus frá sovét-kommúnismanum. En ţegar frá leiđ runnu tvćr grímur á fyrrum undirokađar ţjóđir Sovétríkjanna.
Á daginn kom ađ ESB-sósíalisminn var ágengari en búist var viđ. Frá Brussel komu skilabođ um hvernig innanríkismálum skuli háttađ, t.d. dómskerfum. Tilskipanir ađ taka viđ hćlisleitendum frá Afríku og miđausturlöndum féllu í grýttan jarđveg ţjóđríkja nýlega laus undan framandi hugmyndafrćđi. Til hvers ađ losna undan kommúnisma en í stađinn múslímavćđast?
Bćđi Pólland og Ungverjaland eru langţreytt á afskiptasemi ESB og tilraunum ađ skapa Stór-Evrópu. Í fersku minni er hvernig fór fyrir draumnum um Stór-Ţýskaland fyrir miđja síđustu öld.
Frá aldamótum hćkkađi veldissól Evrópusambandsins. Nýr gjaldmiđill bar međ sér vćntingar um eitt efnahagskerfi. Brussel virtist ćtla ađ verđa ţungamiđja nýrrar heimsskipunar alţjóđahyggju. Austur-Evrópa lét sér annt um ESB-ađildina til ađ verđa ekki eftirbátur og missa af framţróuninni sem virtist öll vestrćn og merkt kratískum sósíalisma.
Ţrír atburđir um miđjan síđasta áratug breyttu öllu um stöđu ESB, ţótt hvorki Samfylking né Viđreisn skilja ţađ enn hér heima á Fróni. Ekki beittustu hnífarnir í skúffunni ađ greina alţjóđamálin íslenskir hćgri- og vinstrikratar.
Atburđirnir ţrír eru Brexit, sigur Trump og ţrátefliđ í Úkraínu.
Brexit vćngstýfđi ESB, sýndi ađ fullvalda ţjóđ bćđi getur og vill fara úr klúbbnum. Brexit afhjúpađi ţá falssýn ađ ESB vćri söguleg nauđsyn. Trump sagđi Bandaríkin ekki ćtla ađ fjármagna Nató til ánćgju og yndis fyrir ESB og fagnađi Brexit. Bandaríkin í tíđ Obama hjálpađi ESB, notađi til ţess Nató, ađ fćra Úkraínu undir áhrifasvćđi Brussel-valdsins. Trump setti stopp á slíkar fyrirćtlanir og Biden lyftir litla fingri í ţágu útţenslu ESB. Trump er ekki lengur forseti en Washington hefur breytt um stefnu gagnvart ESB. Veldissól Brussel hnígur.
Austur-Evrópuţjóđir eru líklegar á nćstu árum ađ finna sér tilvist á milli ESB og Rússlands. Um sinn verđa ţćr áfram í ESB en munu tregast viđ ađ innleiđa frjálslynda alţjóđahyggju. Rússland undir Pútín er ekki smituđ af frjálslyndisöfgum um ţrjú, fimm eđa sjö kyn og ómenningu fjölmenningarinnar.
Sósíalísk alţjóđahyggja ESB rann sitt skeiđ fyrir hálfum áratug. Ţađ eru ţó ekki allir sem hafa kveikt á perunni.
![]() |
Sá eini sem opnar kampavíniđ er Pútín |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.