Verðbólga á vesturlöndum, kosningar á Íslandi

Um 2 til 4,5 prósent verðbólga er í BandaríkjunumBretlandi og hagkerfi evrulanda. Fyrir skemmstu var verðhjöðnun vandamál í iðnríkjum en nú er það verðbólga.

Lágir vextir undanfarin ár búa til eignabólur, einkum á fasteignamarkaði. Ísland er í takti við vestræn hagkerfi. Verðbólgan er 4 prósent á Fróni og fasteignamarkaður á blússandi siglingu.

Ólíkt Íslandi eru vestræn iðnríki ekki vön að fást við verðbólgu. Sumir, t.d. Ambrose Evans-Pritchard í Telegraph, spá verulegu höggi á eignaverð, fasteignir og verðbréf, þegar seðlabankar hækka vexti til að hemja verðbólguna.

Álitamál er hvort yfirstandandi verðbólguskeið sé tímabundin afleiðing af endurræsingu efnahagskerfa eftir dvala kófsins. En fyrir farsótt höfðu vextir verið lágir til að halda efnahagslífi gangandi andspænis verðhjöðnun. Það eykur verðbólguþrýsting sem og útgjaldagleði Biden forseta vestan hafs, sbr. áfasta frétt.

Fyrirsjáanlega glíma vestræn ríki við verðbólgu og hækkandi vexti næstu tvö árin hið minnsta.

Vestrænn verðbólgudraugur og hækkandi vextir spila rullu í kosningum til alþingis í september. Stjórnmálaflokkar eins og Samfylking og Viðreisn hafa frá stofnun klifað á þeim pólitísku skilaboðum að Ísland sé eins og álfur út úr hól á vesturlöndum. Krónunni verði að farga og binda hagkerfið í ESB-fjötra til að það hlaupi ekki út undan sér í verðbólgu og hávexti, hefur verið viðkvæðið.

Það verður holur hljómur í efnahagspólitík Samfylkingar og Viðreisnar þegar útlöndin standa illa. Eina von Pírata er spæna upp spillingarumræðu.

Borðið er dekkað fyrir sæmilegustu útkomu stjórnarflokkana í september. 

 


mbl.is Biden kynnir innviðauppbyggingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband