Fimmtudagur, 24. júní 2021
Líf og sál Viðreisnar
Jón Steindór þingmaður Viðreisnar segir flokkinn eiga bæði líf og sál. Eftir að hafa tekið af lífi stofnanda flokksins, í pólitískum skilningi, er flokkssálin orðin draugur.
Án Benedikts Jóhannessonar hefði aldrei orðið nein Viðreisn. Jón Steindór lætur að því liggja að Benedikt hafi verið ,,einn af mörgum" er stofnuðu flokkinn. Það er sögufölsun. Rétt er að margir hjálpuðu Benna við að koma flokknum á koppinn.
Jón Steindór færði sig úr öruggu sæti í SV-kjördæmi til að rýma fyrir fréttamanni RÚV, sem aldrei hefur tekið þátt í flokksstarfi Viðreisnar.
Líf og sál Viðreisnar er sem sagt draugur úr Efstaleiti.
Benedikt hafi gert forystu Viðreisnar tortryggilega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll
Okkar gamli vinur of kunningi er nefndur Bensi líkt og aðrir Engeyingar.
Einar Sveinn Hálfdánarson, 25.6.2021 kl. 22:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.