Trú gegn vísindum

Trú á manngert veðurfar er orðin álíka útbreidd og kristni á miðöldum. Trúin er ópíum fólksins, sagði Marx á 19. öld. Tæpum 200 árum seinna eru lærisveinar Marx uppgefnir á efnisveruleikanum.

Loftslagið er ,,lifandi brunnur hins andlega seims" og frelsun mannanna háð lægri koltvísýringi sem þó er aðalfæða jurtaríkisins. Loftslagsvinstrið er ekki grænt heldur svart.

Þeir sem enn nenna vísindum en síður hindurvitnum geta hlustað á Roy Spencer loftslagsvísindamann, ólíkt Al Gore og Grétu Thunberg. Spencer útskýrir á 14 mínútum, (3 mín til 17 mín), að loftslag er náttúrulegt en ekki manngert.


mbl.is „Þurfum að breyta því hvernig við hugsum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég gamlinginn les; Hver hefur safnað vindinum í greipar sínar?
Betri er hnefafylli af ró,en báðar hendur fullar af stríti og eftirsókn eftir vindi.

Helga Kristjánsdóttir, 24.6.2021 kl. 18:52

2 Smámynd: Hörður Þormar

Þýski stjarneðlisfræðingurinn, próf. Harald Lesch, hefur fjallað um vísindaleg efni í fjölmörgum sjónvarpsþáttum, þ.á m. um loftslagsmál. Þar er hann mjög á öndverðum meiði við það sem kemur fram í viðtali við Roy Spencer. Koma þar fram rök sem ég tel ekki síðri heldur en þau sem Spencer er með.

Á einum stað ræðir hann t.d. um árdaga jarðarinnar þegar útgeislun sólar var miklu minni heldur en hún er nú.  Fari ég rétt með, fullyrðir hann að ef gufuhvolfið hefði þá ekki innihaldið miklu meira af gróðurhúsalofttegundum heldur en nú, þá hefði jörðin verið eins og stór ísköggull, þar sem ekkert líf gat þrifist, og þannig hefði hún haldist alla tíð. Hefði CO2 styrkurinn hins vegar ekki stórminnkað með tímanum þá væri jörðin nú vart lífvænleg vegna hita. Það koldíoxíð sem þá var í loftinu varð með tímanum að kolum og olíu sem við erum nú að nota. Á einu ári brennum við u.þ.b. því sem tók milljón ár að myndast.                          Missverständnisse zum Klimawandel aufgeklärt | Harald Lesch           

Hörður Þormar, 24.6.2021 kl. 22:25

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Páll.

Ennþá heldur þú áfram að skjóta þig í fótinn í viðleitni þinni að fífla hrekklausa lesendur þína, nýlega vitnaðir þú í grein um áhrif koltvísýrings á andrúmsloft, lagðir rangt út af henni og gættir ekki að því að allt sem þú sagðir var jarðað seinna í greininni.  Algjör grunnmistök þess sem vísvitandi er að dunda sér við að fífla fólk.

En hafi það skot í fótinn verið úr tvíhlaupa haglabyssu þá er fyrirsögn þín hér að ofan; Trú gegn vísindum, líkt og þú hafir skotið í fótinn með hleðslu ætlaða að farga elg, en fáir þú slíkt skot í fótinn er fátt annað í stöðunni en að ná sér í plastpoka og týna upp leifarnar.

Því þú ert að vitna í bandarískt trúfífl sem meðal annars hefur látið þetta út úr sér; "theory of creation actually had a much better scientific basis than the theory of evolution".

Ef þetta er ekki trú gegn vísindum Páll, hvað er það þá??

Hann þarf kannski að vera slæmur vísindamaður fyrir það gæti verið aumt andsvar, en Roy Spencer er meðlimur í samtökum bandrískra trúfífla sem afneita áhrfum mannsins á lofslag vegna trúarsjónarmiða; "We believe Earth and its ecosystems—created by God's intelligent design and infinite power and sustained by His faithful providence—are robust, resilient, self-regulating, and self-correcting, admirably suited for human flourishing, and displaying His glory. Earth's climate system is no exception.".

Og hann spilar á fáfræði fólks; "I wish I could tell you that we know things for sure, but in science we don’t know anything for sure. I tell people, science isn’t truth it’s just our idea of how things should work, and usually scientists are wrong.".  Svona lætur enginn út úr sér í ljósi framþróunar tækninnar frá mannöpum steinaldar.

Og hann er gervivísindamaður, miðað við Wikipedia þá hefur hann ekki sent frá sér ritrýnda vísindaritgerð frá því að hann var flengdur opinberlega af ritstjóra Remote sensing,sem opinberlega baðst afsökunar á að hafa birt meinta vísindagrein Spencers;

"From a purely formal point of view, there were no errors with the review process. [...] the problem I see with the paper by Spencer and Braswell is not that it declared a minority view ...but that it essentially ignored the scientific arguments of its opponents. This latter point was missed in the review process, explaining why I perceive this paper to be fundamentally flawed and therefore wrongly accepted by the journal.".

Hvað var athugavert við vísindamanninn annað en að gleyma að geta að niðurstöður hans væru í andstöðu við aðrar rannsóknir??, jú dæmigerð vinnubrögð gervivísindamanna lofslagsafneitunarinnar; "First, [they] analyzed 14 models, but they plotted only six models and the particular observational data set that provided maximum support for their hypothesis. Plotting all of the models and all of the data provide a much different conclusion.".

Ósiður, að pikka út staðreyndir sem henta og hundsa hinar, ósiður sem Spencer getur ekki vanið sig af, og myndbandið sem þú vitnar í er uppfullt af.

Hvort feikið sé vegna trúar eða góðrar borgunar skal ósagt látið, en miðað við fyrri skrif Páll þá hygg ég að trúin sé ekki skýringin hvað þig varðar.

En lokapunkturinn er að það er ljótt að fífla fólk, og það er ábyrgðarhlutur að telja Helgu vinkonu okkar í trú um að vísindi séu sósíalísk í eðli sínu og að framþróun mannsins frá forngrikkjum sé öll sósíalistum að þakka.

Dáraskap fylgir ábyrgð Páll.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.6.2021 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband