Ólafur þreyttur á Auf­häuser og Al Thani

Ólafur Ólafsson auðmaður varð stórvesír í íslensku fjármálalífi með kaupunum á Búnaðarbankanum með gervifjárfesti Hauck & Auf­häuser. Um þau kaup segir í frétt mbl.is

þýski bank­inn Hauck & Auf­häuser var aldrei í reynd fjár­fest­ir í Búnaðarbank­an­um þegar 45,8% hlut­ur rík­is­ins í hon­um var seld­ur í janú­ar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upp­hafi. Var það af­drátt­ar­laus niðurstaða rann­sókn­ar­nefnd­ar Alþing­is að stjórn­völd hafi skipu­lega verið blekkt í aðdrag­anda og kjöl­far söl­unn­ar.

Þegar veldi Ólafs, sem hverfðist um ráðandi hlut hans í Kaupþingi, riðaði til falls í hruninu var sett á svið annað leikrit, kennt við Al Thani. Ólafur fékk dóm fyrir Al Thani-málið, kærði dóminn til Evrópu, en afturkallaði kæruna sem var tilefnislaus þegar í upphafi.

Nú segist Ólafur þreyttur á að reka mál fyrir íslenskum dómstólum: ,,áhugi minn á að reka mál fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um er lít­ill að feng­inni reynslu."

En, óvart, standa mál þannig að Mannréttindadómstóll Evrópu nennir heldur ekki að hlusta á kveinstafi Ólafs.

Ólafi leiðist ekki að græða á viðskiptum á Íslandi, hann er enn að. Aftur finnst kappanum hann ætti að vera undanþeginn íslenskum lögum. Ekki rismikill maður hann Ólafur Ólafsson.


mbl.is Telur engan vafa að brotið hafi verið á rétti Ólafs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Sækir sér að líkum.

Dagur B sá til þess að bankareikningar hans stækkuðu

á kostnað Reykjavíkur búa. Festir sjá til þess.

Enginn spilling þar á bæ.

Allir hamingjusamir í henni REYKJAVÍK.

Sigurður Kristján Hjaltested, 17.6.2021 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband