Ekki mæður, heldur fæðingarfólk

Fulltrúi Biden-stjórnarinnar í Bandaríkjunum kom fyrir þingefnd og sagði orðið móðir mannréttindabrot á þeim sem hvorki eru karl eða kona. Það ætti að tala um ,,fæðingarfólk" í stað mæðra. Á ensku ,,birthing people".

Í Bretlandi er það að frétta að kona þurfti að fara fyrir dómstóla til að fá þann úrskurð að það væri ekki hatursorðræða að tjá þá skoðun að kynin væru tvo, karl og kona. Breska konan, Maya Forstater, missti vinnuna fyrir að hafa þá skoðun að maður gæti ekki breytt líffræðilegu kyni.

Maya Forstater segir í viðtali að karlar leiki þann leik að þykjast konur og fá aðgang að kvennaklósettum til þjóna eðli sínu með viðskeytið ,,trans" að vopni. Karlar sem þykjast konur taka gullið í kvennaíþróttum án þess að hafa mikið fyrir því. Um 40 prósent meintra kvenna á lesbískum stefnumótasíðum eru í raun transkarlar. Allt er þetta undir þeim formerkjum að maður geti sjálfur ákveðið af hvaða kyni maður er. Nonni getur sem sagt verið Jónína þegar hann vill á kvennaklósettið eða komast á verðlaunapall á Ólympíuleikunum. 

Dæmin tvö frá Bandaríkjunum og Bretlandi sýna helsta áhugamál frjálslyndra og vinstrimanna nú um stundir, að brjóta tungumálið undir ímyndun þeirra veruleikafirrtu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Öll þessi vitleysa er einnig komin inn á alþingi íslendinga

með lögunum um hið "kynræna sjálræði":

https://www.althingi.is/lagas/nuna/2019080.html

Jón Þórhallsson, 13.6.2021 kl. 10:25

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Rúv, mogginn og allir flokkarnir á alþingi

þau virðast öll mylja undir vitleysisganginn.

NEMA MIÐFLOKKURINN sem að hafði einn KJARK

til að hafna lögunum um kynrænt sjálfræði.

Jón Þórhallsson, 13.6.2021 kl. 10:53

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Hamfarahlýnun ásamt áragrúa af fráleitum þvættingi, mynda hin nýju trúarbrögð sem eru í mótun. Ofverndað fólk sem nær ekki að fullorðnast vill þó komast á spjöld sögunnar. Það afuppgötvar að konur fæða börn. "Fæðingarfólk" skal fyrirbærið heita, orðasmiðunum til eilífðar dýrðar.

Það afuppgötvar framfarir og vill snúa til þess tíma þegar íslendingum fækkaði ár frá ári og byggju við náttúrulega græna hungursneið. Barnalega fólkið kann ekki að setja sig í spor annarra ekki frekar en smábörn og hefur því ekki grænan grun um afleiðingarnar.

Það afuppgötvar upplýsinguna og talar tungum sem engin skilur en allt kemur það víst frá hjartanu. 

Benedikt Halldórsson, 13.6.2021 kl. 12:50

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég er kannski eitthvað greindarskertur, en ég skil ekki af hverju maður sem lætur breyta sér í konu (eða vis versa)er ekki skilgreindur sem kona, heldur eitthvað óljóst þriðja kyn með þrýstihóp, minnihlutastatus og allan pakkann. Hvers vegna er sá sem breytir kyni sínu hvorki karl né kona?

Ef einhver hefur talið sig fæddan í röngum líkama og fær það leiðrétt, af hverju er ekki litið á það sem leiðréttingu?

Jón Steinar Ragnarsson, 13.6.2021 kl. 14:10

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Dugar ekki lengur að þreifa sig áfram.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.6.2021 kl. 16:03

6 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Orðabækur eru nytsamar. Orð verða að hafa samræmda merkingu svo við getum talað saman af viti. Það er ekki þar með sagt að við séum sammála. Eins er mikilvægt að tölustafir séu samræmdir, dagar, vikur og mánuðir. 

En sumir vilja afbyggja heiminn og merkingu alls, að orðin hafi aðeins þá merkingu sem hverjum og einum róttækum sýnist. En í grunninn er heimurinn leikherbergi róttækra sem vilja því eðlilega ráðskast með gestina. 

Benedikt Halldórsson, 13.6.2021 kl. 16:55

7 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Sturlunin virðist engan endi hafa, í huga rétthugsandi liðalins. Úrkynjun er eina orðið yfir þessa heimsku.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 13.6.2021 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband