Sjálfstæðisstefna Miðflokksins

Útreið Brynjars og Sigríðar í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í höfuðborginni gefur Miðflokknum byr undir báða vængi. Tvímenningarnir voru á hægri væng höfuðborgarútgáfu móðurflokksins.

Þau öfl innan xd í Reykjavík sem kenna má við 101-Brussel bættu stöðu sína. Líklega sést glottið á Gísla Marteini í Kvosinni upp í Breiðholt.

Þriðji orkupakki ESB fær bæði fyrsta og áttunda sætið í prófkjörinu, með Gulla og Friðjóni.

Sigríður segist vera tilbúin ,,að leggja sjálf­stæðis­stefn­unni lið hvar og hvenær sem væri."

Einmitt. Sjálfstæðisstefnan gefur eftir í móðurflokknum en lifir góðu lífi í Miðflokknum.


mbl.is Ekki á leið í annan flokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ég tek undir með þér Páll, Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt sjálfstæðisstefnuna á hilluna en Miðflokkurinn virðist eini flokkurinn sem stendur fyrir þá stefnu sem vill hlúa að sjálfstæði og framgangi íslensku þjóðarinnar. Sigríður og Brynjar myndu sóma sig vel með SDG og félögum.

Tómas Ibsen Halldórsson, 6.6.2021 kl. 20:29

2 Smámynd: Kristinn Sigurjónsson

Ég er sammála Tómasi Ibsen Það yrði mikið lán ef SÁA og BN færu til Miðflokksins sem yrði þá öflugur sjálfstæðisflokkur.

Kristinn Sigurjónsson, 6.6.2021 kl. 23:12

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Tryggðartröllin sem hafa unnið og unnað gamla xD listanum,færu varla að bjóða sig á lista einhvers annars flokks,þótt það eitt myndi forða landinu frá að verða innlimað í ESB-gleypidósina.Við erum hreinskiptin að gera þau svo stór og viðurkenna það; Kjósum Miðflokkinn hann eflist með hverjum degi undir stjórn Sigmundar Davíðs; Eitthvað svo algjört möst að kjósa Davíð einu sinni enn og fagna úrslitunum. Borgarar þessa lands vita hvað bíður þeirra takist okkur að sigra rétttrúnaðar liðið.

Helga Kristjánsdóttir, 7.6.2021 kl. 01:48

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Miðflokkurinn er kannski orðinn kjörhæfur eftir að Gunnar Bragi hætti. 

Jón Steinar Ragnarsson, 7.6.2021 kl. 09:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband