Miðvikudagur, 2. júní 2021
Fékk ekki bréf frá Samherja - en málssókn frá RÚV
Tifallandi athugasemdir fengu ekki bréf frá Samherja þegar norðlenska útgerðin var gagnrýnd fyrir að atast í Seðlabanka Íslands eftir sýknu í dómsmáli er leiddi af rannsókn bankans á gjaldeyrisviðskiptum eftir hrun, sjá hér og hér.
Þegar á daginn kom að rannsókn Seðlabankans var reist á blekkingum RÚV sneru Tilfallandi athugasemdir við blaðinu og gagnrýndu RÚV fyrir að misbeita fjölmiðlavaldi til að klekkja á útgerðinni. Tilfallandi athugasemdir eru þannig gerðar að þær taka mið að veruleikanum en ekki ímyndun og fordómum.
RÚV er til muna illskeyttari en Samherji þegar kemur að viðbrögðum við gagnrýni. Höfundi Tilfallandi athugasemda var stefnt þegar falsfréttir RÚV í Evrópuumræðunni voru afhjúpaðar. RÚV tapaði málinu fyrir héraðsdómi en lét ekki þar við sitja. Hagsmunahópurinn á Efstaleiti reyndi að fara með málið fyrir hæstarétt en varð ekki kápan úr því klæðinu.
Annars mætti halda að gúrkutíð sé runnin upp hjá fjölmiðlum þegar bréfaskriftir Samherja verða fréttir. Slíkar fréttir draga upp þá mynd að stjórnsýslan sé orðin svo ofurviðkvæm - woke - að ekki megi senda bréf án þess að fólk fái taugaáfall.
Seðlabankastjóri fékk bréf frá Samherja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ég er ekki hrifinn af þessu orði, woke. Miðað við stöðu mála í heiminum væri nær að nota orðið "wok" -- Kínapanna.
Snorri Bergz, 2.6.2021 kl. 20:28
p.s. fyrsta athugasemd mín á blog.is í c.a. 12 ár
Snorri Bergz, 2.6.2021 kl. 20:28
Páll Vilhjálmsson, 2.6.2021 kl. 21:21
RÚV er illa við að verða sjálfir fyrir eigin meðulum. Þeir hafa sjálfir ekki talið það eftir sér að taka með ósmekklegum hætti niður menn og málefni. 😈 Það má segja að Gróa búi að Efsta-Leiti
Kristinn Sigurjónsson, 3.6.2021 kl. 07:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.