Þriðjudagur, 1. júní 2021
RÚV kjaftstopp í 7 klukkustundir
Morgunblaðið birti frétt um nýjustu vendingarnar í Samherjamálinu kl. 12:24 í dag. RÚV sem bjó til herferðina gegn norðlensku útgerðinni fyrir bráðum áratug beið í heilar sjö klukkustundir með nýmælin. Mælt á fréttatíma er það heil eilífð.
Skoðum nú sjónarhorn Moggans annars vegar og hinsvegar RÚV. Sjónarhorn fréttar kemur fram í fyrstu efnisgrein, inngangi. Morgunblaðið er faglegt og málefnalegt. Hér er inngangurinn á mbl.is:
Eiðsvarnar yfirlýsingar starfsmanna Samherja í kyrrsetningarmáli sem beinist að félögum tengdum Samherja og sakborningum í svokölluðum Fishrot- og Namgomar-málum voru lagðar fyrir dómstól í Namibíu og birtir á vef dómstólsins í dag.
Lítum svo á frétt RÚV, sem birtist 20:03. Í inngangi lesum við:
Fyrrverandi og núverandi starfsmenn Samherja ráðast af miklum krafti gegn Jóhannesi Stefánssyni í staðfestum yfirlýsingum sínum til dómstóls í Namibíu. Þeir neita öllum ásökunum um spillingu og mútugreiðslur og segja Jóhannes, sem er málaður upp sem fíkill og glæpamaður, vera ábyrgan.
Samlíkingin sýnir að Morgunblaðið er faglegur fréttamiðill sem vill upplýsa lesendur. RÚV stundar aftur sósíalíska baráttublaðamennsku í anda Þjóðviljans sáluga.
Skæruliðar hagsmunahópsins á Efstaleiti strituðust við í rúmar sjö klukkustundir að skrifa frétt um Samherjamálið er félli að fordómum vinstrimanna. Þeir enduðu með Þjóðviljafrétt. Einu sinni voru til sæmilega greindir vinstrimenn í blaðamannastétt. Núna eru þetta fréttabörn sem bera fram gutl.
Samherji tekur til varna í Namibíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
RÚV er fast í sínum hjólförum. Orðalagið „málaður upp sem fíkill og..“ segir allt um viðhorf RÚV, því það hefur komið fram að hann var farinn að neyta eiturlyfja þarna úti. Það sem heldur er ekkert gert með, er að það eru líka fyrrverandi starfsmenn Samherja sem ættu þá að vera óháðir þessum fyrrverandi vinnuveitenda, sem vitna í málinu. Staðreyndin er sú að RÚV gerir eins og allir fjölmiðlar á Íslandi, tínir bara út það sem hentar þeirra áróðri en þegir yfir öðru.
Kristinn Sigurjónsson, 2.6.2021 kl. 07:28
Umfjöllun Ríkisútvarpsins um Samherja bliknar í samanburði við hátursherð ferð þeirra gegn sjálfstætt starfandi læknum, sem nú standa i samningaþrasi við Heilbrigðis.
Júlíus Valsson, 2.6.2021 kl. 08:28
Sama má segja baráttu þeirra gegn forræðislausum feðrum með tálmunarofbeldinu.
Frambjóðandi Viðreisnar sagði í kalstljósþætti við forstjóra Barnastofu að faðir væri grunaður um kynferðiafbrot gegn dóttur sinni. Það var haugalýgi, þetta var upplogin ásökun tálmunarmóður til að réttlæta tálmunarofbeldið. Faðirinn var svo hreinsaður af öllu en RÚV baðst ekki afsökunar frekar en fyrri daginn.
Kristinn Sigurjónsson, 2.6.2021 kl. 11:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.