Mánudagur, 31. maí 2021
ESB-sinni í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
Friðjón Friðjónsson sækist eftir öruggu sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri um næstu helgi. Í heilsíðuauglýsingu í Sunnudagsmogga segir Friðjón að við eigum að vera
óhrædd við að vera í sterkum og nánum tengslum við nágranna- og viðskiptaþjóðir okkar.
Þetta er annað orðalag yfir inngöngu í Evrópusambandið. ESB-sinnar koma sjaldnast til dyranna eins og þeir eru klæddir. Undirmál eru þeirra háttur.
Friðjón gat sér orð að selja Íslendingum þriðja orkupakkann. Með orkupakkanum fær ESB ítök i raforkuframleiðslu Íslendinga. Maðurinn er almannatengill að starfi og hefur þá skoðun sem hverju sinni gefur best í aðra hönd. Sjóðir ESB eru digrir.
Ef Friðjón fær öruggt þingsæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins er flokkurinn í höfuðborginni ókjósanlegur í þingkosningunum í september.
Athugasemdir
Sammála.
Benedikt Halldórsson, 31.5.2021 kl. 08:24
"Frjálslyndið", sem er í raun gervifrjálslyndi er að yfirtaka flokkinn. Hverjir hafa mestan hag af því að selja og einkavæða orkuauðlindir Íslands?
Júlíus Valsson, 31.5.2021 kl. 08:42
Sammála, emga fullveldissala á þing fyrir Sjálfstæðisflokksinn.
Halldór Jónsson, 31.5.2021 kl. 10:30
Sammála!!!
Ragnhildur Kolka, 31.5.2021 kl. 13:19
Já,sammála.
Helga Kristjánsdóttir, 31.5.2021 kl. 18:24
Algjörlega sammála.
Sigurður Kristján Hjaltested, 2.6.2021 kl. 20:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.