Föstudagur, 28. maí 2021
Bótaflokkar, leti og lífshamingjan
Atvinnulausir kjósa fremur að fá bætur frá ríkinu en ráða sig í vinnu, kemur fram í Kastljósþætti á RÚV.
Hver er skýringin?
Jú, það eru bótaflokkar á alþingi sem tala fyrir því sjónarmiði að þeir sem nenna ekki að vinna skuli fá rífleg framlög úr sjóðum almennings.
Bótaflokkarnir segja boðskapinn ekki berum orðum. En þeir segja í einn stað að fólk sem á eitthvað á milli handanna sé líklega spillt, stundi arðrán á vinnandi fólki eða sé beinlínis glæpahyski. Í annan stað aumingjavæða bótaflokkarnir samfélagið með skilaboðum um að allir eigi voða bágt að vera á lífi. Nema þeir efnuðu, sem eru líkast til þjófar.
Bótaflokkarnir þrífast ekki í tómarúmi. Í vælumenningunni eru rök færð fyrir því að alþjóð lifi eymdarlífi. Svo dæmi sé tekið af handahófi þá var pistill í RÚV um að loftslagsbreytingar yllu andlegri vanlíðan. Efni pistilsins er rakinn þvættingur. Á landnámsöld var hlýrra en í dag og menn bæði nenntu og gátu en grenjuðu ekki í fósturstellingu undir súð.
Pistillinn er hannaður, skrifaður og fluttur í þeim tilgangi að fólk segi: æi, loftslagsbreytingar eru mig lifandi að drepa. Ég ætla bara að vera heima undir sæng og bíða eftir atvinnuleysisbótum til að endurnýja Netflix-áskrifina.
Kosningabarátta stendur yfir í sumar. Bótaflokkarnir verða með allar klær úti að koma tvíþættum boðskap á framfæri. Í fyrsta lagi að Ísland sé ónýtt og í öðru lagi að fólk eigi bágt. Í september, þegar við göngum til kosninga, eigum við að spyrja okkur hvort við viljum aumingjavæða Ísland eða líta björtum augum til framtíðar og fækka bótaflokkum á alþingi. Látum ekki bótaflokka stela af okkur lífshamingjunni.
Athugasemdir
Sagði ASÍ Drífa ekki að laun flugfreyja hjá Play væri 290 Þ ég geri ráð fyrir að þernur á hótelum fái mun lægra?
Með 100% bótarétt eru atvinnubætur 300 Þ
Eru launataxtarneir ekki bara alltof lágir
Grímur Kjartansson, 28.5.2021 kl. 09:30
Það er ekki lengur hægt að hunsa lygarnar.
Árum saman hafa kolsvartar lygar gengið yfir landið. Fólkið sem trúir þeim sér ekki lengur til sólar. Hinar andlegu vörður okkur Íslendinga hverfa nú ein af annarri í holtaþoku.
Áður fyrr þegar matur var af skornum skammti var lystarleysi "sjúkdómur" en hins vegar er góð matarlyst merki um heilbrigða sál í hraustum líkama. Að þykja matur góður er svo sannarlega ekki sjúkdómur, hvað þá geðsjúkdómur. Það eru lyf á næsta leiti sem draga úr matarlyst. Auðvitað eru endalausir nammibarir freisting fyrir vel gefið fólk með mikinn lífsvilja sem gleðst yfir öllum hvalrekum.
Heilinn okkar breytist ekki í takt við aulaflokkana á þingi.
Benedikt Halldórsson, 28.5.2021 kl. 14:21
Offita veldur sjúkdómum en orsök offitu er ekki offitan. Stundum verður styrkur að ógæfu.
Látið er eins og feitir séu andlega veikir, haldnir hugsanakvillum, viðhorfsrugli, tilfinningabæklun eða valið sér rangraákvörðunarlífstíl eftir (ömurlegum) smekk sínum!
Á meðan offita er flokkuð sem "lífstíll" eða andlegur kvilli, er tækifærum til betra lífs kastað á glæ. Bótaflokkarnir hjálpa feitum að komast á örorku - vegna fyrirlitnar á tegundinni.
Benedikt Halldórsson, 28.5.2021 kl. 15:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.