Samsæri gegn veruleikanum

Hversdagslegur skilningur á veruleikanum er sá að hann sé óháður hvað fólki finnst og sýnist, einfaldlega er. Stundum er snúið að lýsa veruleikanum og sumt er alltaf háð innri vitund. Það er til dæmis hægt að sýna beinbrot með tækni sem gegnumlýsir líkamann en ekki hægt með sama hætti að sýna tilfinninguna að vera fótbrotinn. Tilfinningin er bundin við einstaklinginn sem finnur hana.

Engu að síður. Veruleikinn er hlutlægur og liggur utan vitundar okkar, þótt okkur finnist margt misjafnt um þennan veruleika.

Samsæriskenningar eiga það sameiginlegt að spila á tilfinningar manna fremur en að lýsa hlutveruleikanum. Loftslagssamsærið, að jörðin sé að farast vegna manngerðs veðurfars, er tilbúningur, hönnuð frásögn. Í einn stað sækir loftslagssamsærið flugufót í vísindin en í annan stað spilar samsærið á heimsendatrú sem fylgt hefur manninum frá örófi alda. Biblían segir frá efsta degi, Völuspá frá ragnarökum. Al Gore og Gréta Thunberg klappa steininn um óbyggilegan heim vegna koltvísýrings. Í stað guðs og Loka kemur CO2.

Kínaveiran er ósýnileg auganu, líkt og guð, Loki og koltvísýringur. En með þekktri tækni er hægt að finna veiruna, greina og búa til mótefni. Sögulok skyldi ætla. En, nei, það hlýtur að vera eitthvað meira á bakvið, alheimsafl sem prufukeyrir heimsendi með farsóttinni.

Eitt einkenni á heiminum, veruleikanum sem sagt, er að hann verður ekki skilinn til fulls. Maðurinn sem tegund er afurð náttúrunnar. Eplið kennir ekki eikinni að vaxa. Vandi mannsins er takmarkaður skilningur en nær óendanlegt ímyndunarafl.

Nýjasta samsæriskenningin snýst um fljúgandi furðuhluti. Æðstu hermálayfirvöld í Bandaríkjunum, Pentagon, eru sögð birta innan skamms skýrslu sem rennir stoðum undir vitsmunalíf utan veruleikans. Einmitt það sem við þurfum núna: fljúgandi álfa á Teslum sem keyptar voru fyrir rafmynt.

Eru álfar kannski menn? er spurt í dægurlagatextanum. Svarið er þetta: ekkert nema.


mbl.is Faraldur samsæriskenninga nær fótfestu í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Í býflugnabúi þá suða býflugurnar í drottningunni um hvaða tegundir af býflugum hún eigi að verpa. Þetta samfélag er búið að vera óbreytt í miljónir ára. 
Í dag þá heyrum við mannfólkið ekki suðið í náttúrinni né hrópin í álfunum
Þegar fólk hefur dregið í efa tilvist drauga og álfa þá hef ég stundum bent þeim á að vera einsamt (og sambandslaust) á einhverjum afskekktum stað
Það skerpir skilningarvitin og sumt fer að heyrast og jafnvel sjást sem áður var hulið

Grímur Kjartansson, 22.5.2021 kl. 12:35

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Flytja þeir fjöll? - Ekki svo vitað sé en það gerir kristin trú sem sjaldan greint frá. 

Helga Kristjánsdóttir, 22.5.2021 kl. 13:49

3 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þetta er skemmtilegur pistill og fyrri hlutann hægt að taka undir. Ein setning þarna undir lokin finnst mér hæpin: "...skýrslu sem rennir stoðum undir vitsmunalíf utan veruleikans". Okkar veruleiki er ekki allur veruleikinn. Við getum ekki vitað með vissu hvers konar veruleiki er þarna úti, eða náttúra, tegundir eða hvaðeina. 

Vitsmunalíf utan okkar veruleika er nokkuð sem væri heimóttarlegt að afneita. Er vitsmunalíf á jörðinni? Sýnir ekki saga mannkynsins öll glötuðu tækifærin, töpuðu stríðin sem hefðu unnizt með meiri vitsmunum? 

Saga vísinda og framfara sýnir hvernig það sem áður var talið ótrúlegt og ómögulegt reyndist bara næsta skref í þróuninni. Hver gat trúað að maðurinn gæti búið til tæki til að fljúga um loftin blá? Tæki til að eiga samskipti við fólk heimsálfa á milli? Tæki til að fara til annarra hnatta?... 

Vísindaskáldsögur hafa oft hitt nákvæmlega naglann á höfuðið, eins og sögurnar hans Jules Verne til dæmis.

Ingólfur Sigurðsson, 22.5.2021 kl. 13:54

4 Smámynd: Jón Þórhallsson

"Vitsmunalíf utan okkar veruleika er nokkuð sem væri heimóttarlegt að afneita".

Jón Þórhallsson, 22.5.2021 kl. 14:01

5 Smámynd: Jón Þórhallsson

Álfar eru ekki menn;

en hver veit nema að slíkar verur gætu verið til með sama hætti og draugar

= á einherju öðru TÍÐNISVIÐI.

Jón Þórhallsson, 22.5.2021 kl. 15:59

6 Smámynd: Hörður Þormar

Loksins, loksins hafa baráttumenn gegn vábeiðunni, Grétu Thunberg, eignast verðugan samherjafoot-in-mouth:  Málgagn kommúnistaflokks Kína segir Grétu Thunberg menga heiminn vegna eigin offitu

Hörður Þormar, 23.5.2021 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband