Trump-stefnan í fullu gildi: öxullinn Grænland-Ísland

Biden-stjórnin í Washington fylgir utanríkisstefnu Donald Trump. Brotthvarf Bandaríkjahers frá Afganistan er eitt dæmi og annað er áherslan á norðurslóðir. 

„Stutta svarið er nei,“ svaraði bandaríski utanríkisráðherrann Antony Blinken, þegar hann var spurður hvort Bandaríkin hefðu enn áhuga á að kaupa Grænland.

Langa svarið er já, Washington lítur á Grænland og Ísland sem nærsveitir meginlands Bandaríkjanna.  Árið 2006 afbyggði Bandaríkjaher Keflavíkurstöðina til að nota vígtólin í Írak og Afganistan. Núna er annað hljóð í strokknum og Sámur frændi reisir mannvirki á Miðnesheiði.

Stefna Donald Trump var afleiðing endurmats á brýnum hagsmunum Bandaríkjanna

Áhrifamikið framlag í þeirri endurskoðun er bók Stephen M. Walt, The Hell of Good Intentions, frá 2018. Walt tilheyrir þeirri hefð í utanríkispólitík sem kennd er við raunsæi.

Biden-stjórnin er nógu tengd veruleikanum til að hverfa ekki frá raunsæisstefnu Donald Trump.

 


mbl.is Vilja ekki lengur kaupa Grænland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það væri betur að Biden hefði tekið up utanríkisstefnu Trump in toto. A aðeins 150 dögum hefur karlinum tekist að hleypa öllu í bál og brand i Miðausturlöndum með dekri sínu við Íran. Rykinu af utopiskum draumum Obama, um frið undir klerkasjórninni í Íran í anda fridkaupastefnu Chamberlain, er hér dustað af og um leið springur 4 ára friður Trump í loft upp.

Að viðhalda mýtunni um tveggja ríkja lausn er að tryggja ófrið um ókomna tíð. Slíkt er hatrið. 

Ragnhildur Kolka, 18.5.2021 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband