Svandís og sérhagsmunir dópista

Fíkniefnaneytendur vilja dópa sig í friði fyrir lögum og reglum. Svandís heilbrigðisráðherra vill koma til móts við eiturlyfjaneytendur og lögleiða fíkniefni.

Sérfræðingar í málaflokknum, læknar og lögregla, mæla eindregið gegn lögleiðingunni en ráðherra situr við sinn keip.

Sérhagsmunir fíkniefnaneytenda trompa álit sérfræðinga og almenna skynsemi. Verði af lögleiðingunni er ungu fólki á aldr­in­um 18 og 19 ára, sem í dag er óheim­ilt að hafi áfengi við hönd, heim­ilt að hafa í fór­um sín­um neyslu­skammta af fíkni­efn­um, eins og segir í fréttinni.

Hér er á ferðinni eitt skýrasta dæmi seinni tíma um að almannahagsmunum er fórnað fyrir sérhagsmuni fárra.

Alþingi verður að stöðva sérgæsku heilbrigðisráðherra sem hefur sagt skilið við dómgreind og heilbrigða skynsemi.

 


mbl.is Sammála sérfræðingum um áfengi en ekki fíkniefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Ekki bnóg að gert heldur vilja þeir fá byggð yfir sig einbýlishús þar sem þeir geta dópað sig í friði.

Halldór Jónsson, 5.5.2021 kl. 10:37

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Ef hverskonar dóp og (eftirhermi) lyf sem nú fást í lyfjaverslunum verður löglegur varningur í vasa allra sem vilja - þótt framleiddur sé af glæpasamtökum - mun vasadópið  breiðast eins og eldur í sinu um landið. Þá verður auðveldara fyrir vasadópara að sinna "jafningjafræðslu" um skaðleysi dópsins. Og eftir nokkra hringi í kringum landið hefur fíklum fjölgað gríðarlega sem vafra um eins og vofur með sína heilögu neysluskammta í vasanum.

Benedikt Halldórsson, 5.5.2021 kl. 10:55

3 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Þeir sem núþegar eru orðnir fíklar búa við þann dapurlega kost að geta bara verslað við harðsvíraða glæpamenn. Það þarf að kippa fótunum undan sölumönnum dauðans með því að það sé svo lítill hagur af því að selja eiturlyf að þeir hætti því. Ástandið bara versnar með núverandi stefnu. Það eru fáir meira á móti eiturlyfjum en ég en þau hverfa ekki við það að banna þau. Það er eins og sumir haldi að fólk almennt sé svo einfalt að það fari sér að voða um leið og það hafi frelsi til þess og að það þurfi helst að hugsa hvert einasta skref fyrir það.

Kristinn Bjarnason, 5.5.2021 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband