Ásgeir seðlabankastjóri: fjölræði á Íslandi

,,Fjölbreyttur hópur hagsmunaaðila" er áhrifamikill í stjórnkerfi landsins, segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Ástæðan sé ,,veikt miðstjórn­ar­vald" þ.e. ríkisvald.

Ásgeir er þarna að lýsa fjölræðisríki þar sem samfélagsvaldið dreifist á marga aðila, eða ,,hagsmunahópa" eins og vinsælt er að kalla þá núna. Andstæðan við fjölræði er einræði. Varla er nokkur sem óskar sér einræðis. Á milli fjölræðis og einræðis liggur fáræðisvald, þar sem fámennir hópar, t.d. aðalsmenn eða auðmenn, hafa forræði til lands og sjávar. Ekki er það góður kostur.

Fjölræði er, líkt og lýðræði, skásta fyrirkomulagið.

Hvað eru menn þá að væla um vald hagsmunahópa?

Jú, vegna þess að einn hagsmunahópurinn, kenndur við Efstaleiti, vill fá aukið vald til sín að skilgreina samfélagið. RÚV er síðast í dag að klappa þann stein að maðkur sé í mysunni og kallar fjármálaráðherra til yfirheyrslu. Við þurfum gagnsæi, segir Bjarni.

Mun RÚV taka það til sín og streyma beint af ritstjórnarfundum þegar fréttaefni dagsins eru ákveðin? Fær almenningur vitneskju um mat fréttamanna RÚV á trúverðugleika heimilda. Mun RÚV útskýra hvers vegna siðareglur stofnunarinnar eru aðeins til skrauts og engar afleiðingar fylgja því að brjóta þær?

Nei, hagsmunahópurinn á Efstaleiti er leyndarhyggjan uppmáluð og spyr hvorki kóng né prest þegar opinber saksókn hefst með ásökunum um að þessi eða hinn sé sekur um spillingu eða aðra óhæfu.

RÚV-hagsmunahópurinn þykist tala í nafni almennings en hefur ekkert umboð til þess né fylgja því afleiðingar þegar starfsmenn RÚV brjóta af sér. Á Efstaleiti er ekkert gagnsæi og algjört ábyrgðarleysi.

RÚV lifir á framlögum almennings, ríkissjóði, en þarf aldrei að standa almenningi reikningsskil gjörða sinna. Helsta baráttumál RÚV á seinni árum er telja þjóðinni trú um Ísland sé martraðarríki þar sem allt logi í spillingu og óþverraskap. Við sem búum þetta land fáum ekki rönd við reist þótt við vitum betur. RÚV er óþarfasti hagsmunahópurinn sem þrífst í fjölræðinu á Íslandi.


mbl.is Margir hagsmunahópar fyrirferðarmiklir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

"Ásgeir er þarna að lýsa fjölræðisríki þar sem samfélagsvaldið dreifist á marga aðila, eða ,,hagsmunahópa" eins og vinsælt er að kalla þá núna. Andstæðan við fjölræði er einræði. Varla er nokkur sem óskar sér einræðis. Á milli fjölræðis og einræðis liggur fáræðisvald, þar sem fámennir hópar, t.d. aðalsmenn eða auðmenn, hafa forræði til lands og sjávar. Ekki er það góður kostur".

---------------------------------------------------------------------------------

Mér sýnist að það vanti þarna þriðju heimsmyndina

sem að ég hef verið að tala lengi fyrir;

þ.e. FORSETAÞINGRÆÐI eins og er í frakklandi.

Þ.e. að FORSETI ÍSLANDS axli raunverulega ábyrgð á sinni þjóð

með því að leggja sjálfur af stað með stefnurnar í stærstu málunum.

Helstu kostir þessa kosningafyrirkomulags eru, að þá myndu

VÖLD, ÁBYRGÐ, YFIRLÝSINGAR OG FJÁRHALGSÁÆTLANIR  

haldast betur í hendur frá A-Ö.

Þó að það þyrfti að kjósa slikan mann í tveimur umferðum þannig að viðkomandi hefði alla vega 51% kosningabærra manna á bak við sig;

að þá gæti slíkt fyrirkomulag haft fleiri kosti í för með sér

en það "fjölræðisríki" sem að Ásgeir er þarna að lýsa.

Jón Þórhallsson, 1.5.2021 kl. 10:47

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Er þetta fjölræðið í sini tærustu mynd? Allir þessir hópar taka sér vald til þess að hindra aðar í einhverjum athöfnum í nafni verkalýðsbaráttunnar?

Svo segir í Mbl.:

"Í heildina var kjaradeilum vísað til sáttasemjara í rúmlega helmingi tilvika í yfirstandandi samningalotu.

Til samanburðar eru gerðir um 400 samningar í Noregi og 125 þeirra vísað til norska ríkissáttasemjarans. Fjöldi samninga og sáttamála er því áþekkur á Íslandi og í Noregi þótt norski vinnumarkaðurinn sé fimmtán sinnum fjölmennari en á Íslandi.

Í Svíþjóð er vinnumarkaðurinn 30 sinnum stærri en á Íslandi en þar var 35 kjaradeilum vísað til sáttameðferðar í síðustu samningalotu."

Halldór Jónsson, 2.5.2021 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband