ESB hótar Bretum

Evrópusambandið hótar Bretum refsitollum vegna lausra enda í Brexit-samkomulagi um Norður-Írland.

Þá hóta frönsk yfirvöld að beita ESB fyrir sér og skaða breskar fjármálastofnanir ef Bretar leyfa ekki frönskum sjómönnum veiðar í landhelginni.

Þetta eru tvær svipmyndir af vinnulaginu í Brussel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Vinafélag ESB á Íslandi getur ekki beðið eftir að komast í klúbbinn.

Ragnhildur Kolka, 27.4.2021 kl. 14:51

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Hér segja þeir að málferin séu nú þegar hafin út af Norður Írlandi 

Brexit: Tensions overshadow EU vote on UK trade deal - BBC News

og fyrr í vikunni hóf ESB málaferli gegn AstraZenega


"see you in court" virðist vera í miklu uppáhaldi hjá Ursulu Von der Leyen

Grímur Kjartansson, 27.4.2021 kl. 20:10

3 Smámynd: Hörður Þormar

Ég er á móti inngöngu okkar í ESB. Ísland yrði alltaf útkjálki í því sambandi.

Hins vegar tel ég að Brexit hafi verið mikil mistök. Bretar voru meðal öflugustu ríkjanna í ESB og hefðu átt að geta haft þar mikil áhrif. En naumur meirihluti vildi fara út og það hefur afleiðingar sem enn eru ófyrirsjáanlegar. 

Þar liggur samband írsku ríkjanna beinast við. Eftir inngöngu Bretlands í ESB máðust landamæri Írlands og N.Írlands nánast út og samskipti landshlutanna gjörbreyttust til batnaðar. Nú eru þau hins vegar aftur í uppnámi. Því miður trúi ég því upp á Boris Johnson að hann hafi svikið gerða samninga við ESB, mér sýnist hann líklegur til alls. En vonandi verður þetta til þess að Írland sameinist í eitt ríki.

Skotar voru mikið á móti Brexit og nú krefst heimastjórn þeirra aftur þjóðaratkvæðagreiðslu um fullt sjálfstæði Skotlands.

Boris Johnson hefur mikinn áhuga á að líkjast Winston Churchill. Churchill mátti horfa upp á breska heimsveldið liðast í sundur. Kannski mun Boris eiga eftir að horfa upp á United Kingdom liðist í sundur.

Hörður Þormar, 27.4.2021 kl. 23:36

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nú er nægur tími að hugsa og hugsa fram og til baka.Það er eins og minningargrein að fara að minnast á tjúttið í sveitaböllunum, bjartar nætur rýmið manneskja ylmurinn af grænum torfum og fölskvalaus gleðin.- Við vitum að landið okkar verður alltaf útkjálki,höldum áfram að eiga hann sjálf.Svona vaknar eldheit hvatning um leið og spurning,þegar andinn sekkur í hugsun fram og til baka; verður maðurinn ekki leiður á sjálfuum sér og öllum tæknigetnum(gisk)sem gegna nákvæmlega því hlutverki sem falsguðirnir hafa prógrammað,gott að vera komin undir græna! 

Helga Kristjánsdóttir, 28.4.2021 kl. 02:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband