Fimmtudagur, 22. apríl 2021
Viðreisn sækir fólk í Samfylkinguna
Efsti maður á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi, Guðbrandur Einarsson, var fyrrum í Alþýðubandalaginu og síðar í Samfylkingu. Fyrir nokkrum dögum var frétt um annan samfylkingarmann sem gekk í raðir Viðreisnar.
ESB-deild úr Sjálfstæðisflokknum stofnaði Viðreisn. Benni stofnandi, Þorgerður Katrín, Þorsteinn Páls og Pavel B. eru allt heimalningar á bithögum XD.
Samfylking og Viðreisn eiga ESB-drauminn sameiginlegan. En tæplega er það dauða hross ástæðan fyrir vistaskiptum.
Löngum er það þannig á vinstri kanti stjórnmálanna að fólk skiptir um flokk ef persónulegur metnaður og framavonir fara ekki saman. Rósa B. stökk úr Vinstri grænum í Samfylkingu á þeim forsendum. Andrés Ingi átti sömu brottfarstöð en lenti hjá Pírötum í von um þingsæti.
Nýrra ber við þegar Viðreisn tekur pólitískum flóttamönnum frá öðrum vinstriflokkum. Sumir stóðu í þeirri trú að Viðreisn væri frjálslyndur hægriflokkur.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Væri ekki "Viðrini" besta nafnið flokksskrípið?
kv. hrossabrestur
Hrossabrestur, 22.4.2021 kl. 14:06
Kannski á ég rétt á höfundarlaunum,? Vegna pirrings við stofnun þess flokks,nefndi ég hann Viðrini.
Helga Kristjánsdóttir, 22.4.2021 kl. 15:09
Var það ekki um páskana sem Þorgerður Katrín lagði fram þingsályktunartillögu um að Ísland ætti að hefja "samningaviðræður" við ESB
Þetta var nánast predikun
Komið til mín allir sem viljið í ESB og tignið evruna.
Meðan Logi sýnir ekkert frumkvæði í neinu og dregur á flot aflóga kvennlegar freigátur sem ekki munu skila neinu fylgi hjá kjósendum
Grímur Kjartansson, 22.4.2021 kl. 17:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.