Loga formanni mótmælt af ungum jafnaðarmönnum

Samstaðan fer eins og logi yfir akur í Samfylkingunni. Varla er formaðurinn búinn að lofa sóttkví á alla ferðamenn, og hægja á hjólum atvinnulífsins, þegar ungir jafnaðarmenn krefja stjórnvöld um aukna atvinnu.

Samfylkingin ætlar seint að læra að það verður ekki bæði sleppt og haldið.


mbl.is Atvinnuleysi aukist mest á Íslandi innan OECD
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Það virðist líka alltaf vera upplýsingaóreiða í kringum Samfylginguna
Jafnvel hjá RUV
"Samfylkingin leggur fram frumvarp sem felur í sér að unnt sé að skylda alla á sóttkvíarhótel sem koma til landsins."

Er Samfylkingin búin að leggja fram þetta frumvarp eða ætlar hún kanski, mögulega ef veðrið verður gott á síðasta vetradegi að leggja fram þetta frumvarp fyrir sumarið

Grímur Kjartansson, 20.4.2021 kl. 08:17

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Eins og þú getur nú verið skynsamur Páll minn þá getur líka bullað óttalega, hvað sem veldur.

Örugg sóttkví við landamærin, líkt og hefur velheppnast hjá tugum þjóða, er einmitt til að halda hjólum atvinnulífsins gangangi, á það hafa margir mætir hagfræðingar bent, enginn hagfræðingur reynt að andmæla, og eftir því sem ég best veit, hefur maður að nafni Páll Vilhjálmsson ítrekað tekið undir í pistlum sínum.

Auðvitað skiptir ferðamannaiðnaðurinn miklu máli, og eigi skal gert lítið úr þeirri góðmennsku að vilja skapa erlendu farandverkafólki atvinnu, en innlenda hagkerfið er hryggjarstykki efnahagslífsins, og það þarf frið fyrir sóttvörnum.

Innlendir, okkar menntaða unga hæfileikaríka fólk finnur sér eitthvað annað að gera, það skapar eitthvað, gerir gott úr aðstæðum, til dæmis að ná í einhverja milljarðana sem landinn hefur eytt erlendis, en vill eyða innanlands, ef honum er leyft það vegna sóttvarna.

Þetta er það sem lifandi markaður gerir Páll, þetta er hinn borgarlegi kapítalismi.

Ef ég væri þú, næst þegar pikkað er svona í öxlina, þá myndi ég bara skila auðu, skrifa ekkert, það er gáfulegra en þegar bullið er það eina sem þér dettur í hug til að styðja það sem þú átt að styðja.

En helst vildi ég að þú stæðir með þjóð þinni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.4.2021 kl. 12:57

3 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Heiðraði Ómar. 

Skrif höfundar að þessu sinni undirstrikar takmarkalausrar ilsku höfundar í garð Samfylkingar. 

Ef ekki er hægt að ná fram höggstað á þeim flokki með réttum rökum, sem höfundur kýs að gera meira ef en eðlilega kanna að vera, þá er hlutum einfaldlega snúið á haus, út í geim ef þannig ber undir.

Sem þýðir ef höfundur kæmist að því að einn flokksmaður téðs flokks myndi gleyma borga í stöðumæli, þá myndi höfundurinn, blaðamaðurinn fjalla um það sem morðmál. Þannig vill höfundur hafa það og verði honum og hans kór að góðu.

Segir auðvitað um leið hvað "blaðamaðurinn" í höfundi hefur mátt láta undan skáldinu hjá höfundi.

Tek svo heilshugar undir það sem þú nafni góður það sem þú lýkur á að skrifa, að standa með þjóð sinni. Höfundur stendur svo bara með sér.

Eins og Einar "áttavilti" söng hér um árið, "þú vilt ganga þinn veg, ég vil ganga minn veg".

Kveðjur úr borginni.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 20.4.2021 kl. 17:22

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður næstum því nafni, ég var svo sem þessa skýringu í pistli mínum þar sem ég bjó mig undir að á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar myndi fæðast lítil mús eftir jóðsótt fílsins,

"Ríkisstjórnin mun örugglega boða einhver svik við þjóð sína á eftir, einhverjar bætur á leka sem engu skilar.

Maður sér þetta á því að þegar búið að virkja skotgrafir áróðursdeildarinnar, hérna á Moggablogginu höfum þegar 2 pistla eftir Palla kóng þar sem sneytt er að Loga og Samfylkingunni, hótanir hans um að leggja fram frumvarp sóttvarnalæknis hafa greinilega valdið ótta sem núna er reynt að bregðast við.".

Ég held að Páll hafi bara verið í vinnunni, en við vitum það báðir Sigfús, að við læsum hann ekki ef okkur fyndist hann ekki vera góður og skemmtilegur penni.

Enda verða menn ekki kóngar fyrir ekki neitt.

Kveðja að austan

Ómar Geirsson, 20.4.2021 kl. 17:45

5 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Höfundur, blaðamaðurinn, varð allavega kóngur einn dag, í dag... 

Fín skiaboð, enn á ný, Ómar.

Kveðjur úr Borginni.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 20.4.2021 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband