Refsistefna, fíkniefni, þjófnaður og vændi

Talsmenn lögleiðingar fíkniefna segja refsistefnu ekki bera árangur. Viðkvæðið er að fíkniefnavandi leysist ekki boðum og bönnum - og refsingu - og því ætti að lögleiða bönnuð efni.

Ef þetta sjónarmið ætti að gilda um önnur svið mannlífsins getum við allt eins lögleitt þjófnað og vændi. Þjófnaður er refsiverður frá örófi alda en samt enn stundaður. Lögleiðum þjófnað. Vændi er kaup og sala á líkamsiðju. Það er bæði framboð og eftirspurn. Lögleiðum vændi.

Á yngri sviðum mannlífsins, s.s. í umferðinni, er refsivert að keyra hratt og fara yfir á rauðu ljósi. Lögleiðum umferðalagabrot - reynslan sýnir að boð og bönn virka þar ekki.

Sum rök eru einföld og snjöll, önnur eru hálfvitaháttur klæddur í búning rökfærslu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Núverandi ástand er mjög hvetjandi fyrir glæpasamtök. Það er helsta lifibrauð glæpasamtaka að selja eiturlyf enda þrífast þau eins og púkinn á fjósbitanum hér á landi. Erlend glæpasamtök sjá mikla möguleika hér á Íslandi.

Þessi tilhneiging að stjórna helst hverju einasta skrefi fólks á eftir að fara illa með okkur. Alls ekki að treysta fólki.

Kristinn Bjarnason, 13.4.2021 kl. 09:31

2 Smámynd: NonniV

En þetta mun gera glæpasamtökum auðveldara að athafna sig, hvernig væri bara að yfirvöld myndu verja næginlegum fjármunum til löggæslu, þannig að hægt væri að framfylgja lögum og lögreglu væru veittar heimildir til að athafna sig þannig að glæpamenn myndu aftur fara að bera óttablandna virðingu fyrir henni?

NonniV, 13.4.2021 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband