Náttúran er flókin

Eldar á Reykjanesi minna á að náttúran lýtur ekki vísindalegri þekkingu. Tilburðir mannsins að skilja náttúruna eru háðir þeim annmörkum að náttúran er ekki reikningsdæmi höfundar sem klappar á kollinn snjöllum vísindamanni að fenginni úrlausn.

Í menningu okkar ber á þeirri hugsun að maðurinn stýri náttúruöflunum, sést hvað skýrast á umræðunni um manngert veðurfar. Fyrr á tíð, þegar trúin var veigameiri þáttur í menningunni, var hægt að vísa til guðdómsins þegar röklegar skýringar þraut. En við lifum trúlausa tíma og þykjumst hafa svör á reiðum höndum um allt það sem í heimi er.  

Vísindin freista þess að skilgreina og spá fyrir um náttúrlega ferla en náttúran fer sínu fram óháð viðleitni mannsins. Sumir, t.d. Noam Chomsky, telja að mennsk meðvitund sé ekki þeim gáfum gædd að skilja náttúruna til hlítar.

 

 

 


mbl.is „Þetta verður bara flóknara og flóknara“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband