Meðalhófið í sóttvörnum

Á yfirborðinu virðist torsótt að finna meðalhófið í sóttvörnum. Í stað eru það mannréttindi og í annan stað lýðheilsa. Spurningin er hversu mikið má skerða einstaklingsfrelsi í þágu heildarhagsmuna.

Einhlítt svar við spurningunni er ekki til. Það er háð aðstæðum hverju sinni. 

Til þessa hefur valið fyrir Íslendinga verið tiltölulega einfalt, sé tekið mið af nágrannaþjóðum. Við höfum haft fremur stífar kröfur á Keflavíkurflugvelli um að þeim sem hleypt er inn í landið séu án Kínaveiru. Til að ganga úr skugga um það þarf skimun og sóttkví. Aðrar þjóðir beita langtum róttækari aðgerðum s.s. ferða- og útgöngubanni. Í útlandinu mörgu hverju eru mannréttindi fótum troðin í þágu lýðheilsu.

Í raun höfum við fundið meðalhófið í sóttvörnum. Það felst í skimun og sóttkví ferðamanna. En við eigum eftir að finna heppilegustu útfærsluna. Hún hlýtur að finnast von bráðar. 


mbl.is Ný reglugerð taki gildi sem fyrst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband