Brexit nýtist Bretum, ESB nýtist ekki Evrópu

Af stórþjóðum Vestur-Evrópu koma Bretar best undan Kínaveirunni. Meginlandsþjóðirnar eru fastar í fádæma klúðri Evrópusambandsins að nota farsóttina til að aukinnar miðstýringar.

Þrátt fyrir að faraldurinn sýni svart á hvítu að staðbundið yfirvald nær betri tökum á farsóttinni en miðstýrt yfirþjóðlegt vald reynir embættismannaveldið í Brussel sitt ítrasta að hirða leifarnar af fullveldi aðildarríkja sambandsins.

Öllum er þetta ljóst - nema kannski fáeinum ESB-þingmönnum á alþingi Íslendinga.

 


mbl.is Bretar frelsinu fegnir og ferðast innanlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Ertu ekki að djóka Páll, eitthvað hlýtur þú að vita um staðreyndir áður en þú pistlar?

Vissulega hafa þjóðir eins og Belgar og Tékkar skitið meir í brók en Bretar, en af stórþjóðum Evrópu hafa flestir hlutfallslega dáið í Bretlandi.

Þó það gangi vel að bólusetja, þá spólar slíkt ekki til baka, og vekur hina dánu  til lífsins.

Eitt er að vera illa við ESB, annað er að bulla.

Eða það sem verra er, að gera lítið úr mannfalli kóvidveirunnar.

Það eru hugmyndafræðilegar ástæður fyrir því að bresk stjórnvöld hafa klúðrað flestu því sem hægt er að klúðra við að vernda þegna sína. Hér erum við það lánsöm að Sigríður Andersen á engan hljómgrunn fyrir utan Brynjar greyið, í Bretalandi væri hún ekki ein, voldug öfl þar í landi vinna markvisst gegn sóttvörnum Borisar Johnsonar, hann er í þeirri erfiðari stöðu að þau öfl eru öll innan flokks hans.

Þessi öfl hafa þegar drepið fleiri en Þjóðverjum tókst með loftárásum sínum 1940-1944, í raun kann bresk saga engin önnur dæmi um slík vísvitandi mannvíg.

En Boris náði vopnum sínum og ber beina ábyrgð á bólusetningu þjóðar sinnar, þeirri fremstu meðal vestrænna ríkja.

Samt ferðast Bretar innanlands, fegnir frelsinu undan oki stífra samfélagslokana.

Eitthvað sem við gætum, ef landamærin halda.

Þetta vita Bretar, þetta veit almenningur hér, en gírug hagsmunaöfl sem hafa beina tengingu í vasa vissra ráðherra ríkisstjórnarinnar vita þetta vissulega, en er nákvæmlega sama.

Það er samt óþarfi að kóa með Páll.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.3.2021 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband