Helgi Seljan er virkur í athugasemdum

Orðalagið ,,virkur í athugasemdum" er haft um þá sem fara geyst í umfjöllun um menn og málefni án innistæðu fyrir gífuryrðum. Helgi Seljan fréttamaður RÚV hefur verið virkur í athugasemdum um málefni Samherja í háa herrans tíð.

Helgi Seljan gerði bandalag við starfsmann Seðlabanka Íslands að koma höggi á Samherja með ásökun um brot á gjaldeyrislögum. Ásökunin var vegin og léttvæg fundin af dómstólum.

Áráttukennd hegðun Helga ætti að hringja viðvörunarbjöllum hjá yfirmönnum hans á RÚV. En það er ekki allt með felldu á Efstaleiti. Ekki er þar gerður greinarmunur á því að vera virkur í athugasemdum og segja fréttir.

 


mbl.is Ummæli Helga brot á siðareglum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Það geta allir átt von á einelti frá Ríkissjónvarpinu, stór fyrirtæki sem smá og einstaklingar. Það sorglega við þetta er að stór hluti fólks klappar þetta upp á meðan það lendir ekki í þessu sjálft. Ég fer ekki ofan af því að þessi stofnun er orðið rándýrt skrímsli sem rekur harðan pólitískan áróður. Þessi stofnun er mikill dónaskapur fyrir stóran hóp fólks. Það er algjörlega ólíðandi á hvorn veginn sem er að sjónvarp allra landsmanna skuli standa fyrir pólitískum áróðri.

Kristinn Bjarnason, 27.3.2021 kl. 10:21

2 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Þannig að höfundur tekur undir þá þau mannréttindabrot sem RÚV í þessu tilfelli með því að halda úti "siðareglum" sem banna starfsmönnum að tjá sig í eigin persónum um hver þau málefni sem einn vill ? 

Það er svo hvers og eins að dæma um trúverðugleika hjá þeim sem tjá sig.

Munurinn á höfundi og nefndum fréttamanni er að höfundur fær að tjá sig, ranta og fara með rangindi ef þannig býr undir (mögulega gegn greiðslu ? Hver veit.) á meðan fréttamaðurinn á ekki þann kost sem starfsmaður RÚV. 

Sem fyrr þá klappar höfundur fyrir þeim sem brjóta mannréttindi :https://bit.ly/3tYNfIl

Auðvitað hlaut höfundur að klappa sem mest enda einn af "klára fólkinu".

Sannleikurinn fer aldrei neinar krókaleiðir, hvað sem útgerðarmenn og klára fólkið varðar.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 27.3.2021 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband