Sunnudagur, 21. mars 2021
Vinstri grænir kolefnisjafni Geldingadalsgosið
Í ógrynni frétta af gosinu við Fagradalsfjall er ekki minnst á koltvísýringinn, CO2, sem ryðst úr iðrum íslenskrar jarðar. Ekki er það svo að fjölmiðlar sé orðnir afhuga loftslagsmálum. Ó, nei, í nótt var RÚV með böggum hildar yfir því að kanadískir íhaldsmenn ,,afneita loftslagsbreytingum."
Við Fagradalsfjall, beint fyrir framan nefnið á RÚV, er í augnablikinu stærsta einstaka koltvísýringsútgufun jarðarinnar. En það er ekki einu sinni á dagskrá að segja loftslagsfréttir af gosinu.
Mun Katrín forsætis ekki vappa á Fagradalsfjall með loftslagshjörðinni og gráta gos líkt og gert var við Ok?
Rýkur Umhverfisstofnun ekki upp til handa og fóta og reiknar út CO2-búskap Íslands eða heldur hún áfram að gera tún að votmýri?
Gera Vinstri grænir ekki kröfu um að ríkisstjórnin kolefnisjafni Geldingadalsgosið?
Þær eru margar spurningarnar en fátt er um svör.
Fá betri mynd á kvikusöfnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það hefur lengi legið fyrir að allur útblástur eldfjalla heimsins er aðeins lítið brot af því sem mannkynið eys sjálft út.
Ómar Ragnarsson, 21.3.2021 kl. 12:09
Ómar, losun íslenskra eldfjalla á CO2 hefur verið stórlega vanmetin, sbr.
This ice-covered Icelandic volcano may emit more carbon dioxide than all of the country’s other volcanoes combined | Science | AAAS (sciencemag.org)
Líklega á vanmatið við eldfjöll almennt þó einkum þeirra sem liggja undir ísbreiðu, sbr,
Volcano in Iceland Is One of the Largest Sources of Volcanic CO2 - Eos
Páll Vilhjálmsson, 21.3.2021 kl. 12:24
Hefði eldgosið átt að fara í umhverfismat?
Guðmundur Ásgeirsson, 21.3.2021 kl. 12:58
Við Íslendingar fáum engu ráðið um það hve mikið eldfjöllin okkar losa af kolsýringi. Hins vegar ráðum við því hve mikið við sjálfir losum.
Við eigum að hafa vit á því að greina þar á milli.
Hörður Þormar, 21.3.2021 kl. 16:41
Hörður, við getum ekki getum ráðið allri koltvísýringslosun okkar, nema þú ætlist til þess að við hættum að draga andann.
Guðmundur Ásgeirsson, 21.3.2021 kl. 16:54
Fréttir herma að Katrín Jakobsdóttir hinn vinstri-græni forsætisráðherra sé á leið að eldstöðvunum, ásamt umhverfisráðherranum, og að þau ætli að drífa sig í að moka hrauninu aftur ofan í jörðina. Umhverfisráðherrann hefur svo boðist til að sauma fyrir gossprunguna, því hann ku vera æfður í svona rifum á afturendum manna, og þar með jarðar líka. Þarna sjá menn að ekki er allt svo með öllu illt að það boði ekki eitthvað gott.
Ja hérna...
Gunnar Rögnvaldsson, 21.3.2021 kl. 18:46
Guðmundur, það er alltaf hægt að vera með orðhengilshátt.
En ég hef aldrei haldið því fram að við getum hætt að anda. Þú átt að geta stjórnað bíl án þess að stöðva hann.
Hörður Þormar, 21.3.2021 kl. 19:26
Senda vinstra liðið með nesti og nýja skó í stað átt að gosstað og láta þá planta trjám á 100 metra fresti á leiðinni.
Væri gaman að sjá vinstri glópalistana og glópahlýnunarpostulana setja peningana sína þar sem kjafturinn þeirra er (ekki að það sé nokkur hætta á því að það gerist).
Theódór Norðkvist, 21.3.2021 kl. 21:35
Svo má nú alltaf kæra Ísland til Mannréttindadómstólsins fyrir að gera ekki nóg til að koma í veg fyrir gos. Dómurinn tekur gjarnan við slíkum kærum
33 europeiska länder åtalas för bristande klimatåtgärder | SVT Nyheter
Grímur Kjartansson, 22.3.2021 kl. 05:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.