Jafnlaunalandið Ísland - háskólakonur og gröfukarlar

Ísland er jafnlaunaland frá gamalli tíð. Að hluta stafar það að kapítalismi hélt seint innreið og skóp ekki fátæka láglaunastétt sem ekkert átti nema vinnandi hendur. Þá er rík jafnaðarhugsun arfur frá bændasamfélaginu.

Að þessu sögðu gerast hlutir á seinni tíma sem minnka launabil milli þeirra sem hafa háskólapróf og starfsstétta þar sem ekki er krafist háskólamenntunar. Samfélagið hefur verðfellt háskólamenntun með tvennum hætti. Í fyrsta lagi taka æ fleiri háskólapróf. Meira framboð þýðir lægra verð pr. háskólapróf. Í öðru lagi er orðinn verulegur kynjahalli á háskólamenntuðum, um 70 prósent konur en aðeins 30 prósent karlar.

Gröfukarlinn fær án efa meiri ævitekjur en háskólakonan. Hvort það sé gott eða illt afspurnar er önnur umræða.


mbl.is Minni munur á tekjum eftir menntunarstigi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Er nú höfrungahlaupið að hefjast einn ganginn enn?

Ragnhildur Kolka, 17.3.2021 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband