VR falsar niðurstöðu formannskjörs

Ragnar Þór segist ,,mjög sáttur" að hafa verið endurkjörinn formaður VR með 65 prósent atkvæða.

Þetta er fölsun.

Á heimasíðu VR kemur fram að samtals greiddu um tíu þúsund félagsmenn atkvæði.

En i VR eru um fimmtíu þúsund félagsmenn. Fréttin á heimasíðu VR þegir þunnu hljóði um arfaslaka kjörsókn. Þetta heitir að ljúga með þögninni.

Sem sagt: þrátt fyrir stífa smölun tveggja fylkinga um yfirráðin í VR greiddu aðeins 20 prósent félagsmanna atkvæði - í rafrænum kosningum. Menn þurftu ekki einu sinni að mæta á kjörstað.

Ragnar Þór fékk 6500 atkvæði í 50 þúsund manna félagi. Á bakvið nýkjörinn formann eru aðeins 13 prósent félagsmanna.

Ragnar Þór hefur ekki umboð til annars en að halda kjafti og vera þakklátur fyrir þægilega innivinnu á góðu kaupi.

Til hamingju, kallinn.


mbl.is Mjög sáttur við niðurstöðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hér er reitt ansi hátt til höggs í eigin fót.

Hlutfallið miðast að sjálfsögðu við fjölda greiddra atkvæða. Það er engin fölsun heldur alvanaleg framsetning, eins og flest sæmilega vel gefið fólk hlýtur að gera sér grein fyrir. Rétt eins og í hverjum öðrum kosningum, teljast aðeins greidd atkvæði með enda eru það einu atkvæðin. Þeir sem taka ekki þátt greiða nefninlega engin atkvæði.

Annars er höfundi eflaust velkomið að kæra hina meintu "fölsun" og reyndar væri full ástæða til þess hann hefði eitthvað fyrir sér í slíkum ásökunum. Rudy Guiliani gæti verið á lausu til að rita kæruna.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.3.2021 kl. 18:05

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Afhverju stingurðu upp á útlendingi að rita meinta kæru fölsun Guðmundur? Er ekki verið að skrifa um rammíslenskt mál sem öllum okkar kemur við.

Helga Kristjánsdóttir, 12.3.2021 kl. 18:36

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Leiðrett:(Skal ekki að vera kæru

Helga Kristjánsdóttir, 12.3.2021 kl. 18:43

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Helga. Þú skilur greinilega ekki brandarann.

Það myndi eyðileggja hann ef ég reyndi að útskýra fyrir þér.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.3.2021 kl. 18:57

5 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Fréttin af niðurstöðu kosninganna er fals. Það er fals að tiltaka ekki kjörsókn. Léleg kjörsókn þýðir lélegt umboð. Þess vegna er logið með þögninni.

Páll Vilhjálmsson, 12.3.2021 kl. 19:54

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Laumukommar ná allstaðar yfirhönd í þessum kjarafélögum.Ragnar Þór og Sólveig Anna sóa sér vel í félagaspillingunni við undirspil Ginnars Smára og Sósíalkistaflokksins með sogrör sitt í sjóðina.

Halldór Jónsson, 12.3.2021 kl. 20:48

7 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Höfundur dottin í "Birgir Ármans kosningagreinginu" frá því 2012.

Þannig með rökum höfundunar eiga að atkvæði þeirra sem ekki tóku þátt að telja meir en hin.

Snilli höfundar nálgast hámark hér.....

Sigfús Ómar Höskuldsson, 12.3.2021 kl. 22:44

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í stað þess að álykta sem svo, að þá, sem ekki greiddu atkvæði, eigi að telja með andstæðingum Ragnars stjórnarinnar, er hitt staðreynd, að með því að taka ekki þátt í kosningum fela þessir aðgerðalausu kjósendur hinum, sem það gera, það hlutverk að taka ákvörðun um kjör stjórnarinnar.  

Ef kenningu Birgis Ármannssonar um þjóðaratkvæðagreiðsluna 2012 er beitt, hefur enginn forseti í sögu Bandaríkjanna fengið meirihluta í forsetakosningum. 

Og meira að segja hefði minnihluti verið fylgjandi fullveldi Íslands 1918.  

Ómar Ragnarsson, 13.3.2021 kl. 00:01

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég þarf að ver fljót því eftir að ég er komin þar sem ádeilur eru í gangi er óðara kominn áminning til mín svo ég  verð að hætta þótt ég hafi ekki hugmynd um bannorð mitt.Eg tel mig ekki segja neitt ljótara en aðrir en leiðinlegt að fatta ekki húmor þinn kæri Guðmundur.  

Helga Kristjánsdóttir, 13.3.2021 kl. 01:59

10 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Svona er Ísland í dag.

Halldór Egill Guðnason, 13.3.2021 kl. 05:33

11 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Niðurstöður kosninga, án talna um kjörsókn eru rætnar. Hverjum það hentar er ávallt spurning, en sigurvegarar á hæpnum forsendum slá sig ævinlega til sigurvegara, óháð þátttöku. Félagsmenn VR eru aular, að mínu mati niðurstaða þessarar kosningar. If jú dónt gif a shit, ðe shit vill hit jú. 

 Kosningahlutfall hérlends verkalýðs er ömurleegt í nánast öllum stéttarfélögum. Svo endasendast aumingjarnir sem ekki nenna að kjósa fram á ritvöllinn að kosningum afstöðnum og grenja og væla eins og sjúkrabíll. Hoppið upp í rassgtið á ykkur og hættið að koma í Smartlandið með eymdarsögurnar! Ykkur er ekki viðbjargandi aumingjarnir ykkar.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 13.3.2021 kl. 05:43

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Helga mín, Guðmundur var ekkert að sneiða að þér, enda leitun að kurteisari manni í athugasemdarkerfinu.

Hann var bara að gera grín að árangursleysi Giuliani í kærumálum hans vegna meintra falsaðra kosninga vestra, sá brandari var óháð þjóðerni enda tilvísunin í atburði í öðru landi.

Páll er hins vegar fúll á móti gagnvart Ragnari, Ragnar hefur líklegast stigið á einhverjar tær, sem aftur ýta á Pál að vera fúlan.

Miðað við áróðurinn og undirróðurinn líkt og sú ómerkilega tilraun að tengja Ragnar við Gunnar Smára og skjóta hann síðan á færi líkt og Páll gerði svo smekklega, þá er sigur Ragnars stórglæsilegur, og umboð hans sterkt miðað við söguleg umboð talsmanna verkalýðsins, en léleg þátttaka í kosningum þar er ártugalenska sem þó einhver breyting virðist vera á í dag.  Að halda öðru fram, líkt og Páll gerir aftur af smekkvísi sinni, er bull, helst í ætt við þann áróður sem dundi frá Kremlverjum og málpípum þeirra líkt og Þjóðviljanum hérlendis, að Bandaríkin væru ekki lýðræðisríki því bæði forseti og þingmenn sætu með minnihluta atkvæða þjóðarinnar að baki sér.

Og fyrst ég er á annað borð kominn hingað inn; Halldór, þú og þitt kommatal rímar engan veginn við raunveruleikann.  Ef þú kynntir þér pólitíska fortíð Ragnars þá kæmist þú að því að hann er hægfara íhaldsmaður, svona líkt og Geir Hallgríms var á sínum tíma.  Vissulega verkalýðsleiðtogi, en var Magnús Sveinsson það ekki líka??

Og ekki var hann kommi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.3.2021 kl. 12:08

13 Smámynd: Örn Ingólfsson

Páll og ef að það er einhver fölsun í gangi þá er það ekki svo! Og þetta álit þitt á formanni VR lýsir einu að þú vilt staðna. En hversu gamall þú ert veit ég ekki en aldur er afstæður! Ég  er mjög ánægður að  að Ragnar var endurkjörinn formaður! Ég ætla ekki að útlista fyrir þér ástæðurnar, en Páll það urðu margir af bitlingasætum innan vissra stéttarfélaga og fóru sumir í veikindaleyfi þegar að hallarbylting varð í ýmsum Verkalýðsfélögum, og SA var verulega illa brugðið þegar að SALEK samkomulagið var fellt! En það er gott að vera á góðum launum á ýmsum stöðum og Páll hefur þú migið í saltan sjó og verið að berja ís af skipi í nokkra sólahringa? Örugglega ekki.

Örninn

Örn Ingólfsson, 13.3.2021 kl. 13:22

14 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Höfundi er ekki vel við þá sem vilja veg almennings og þeirra sem verr hafa það, betra.

Sjálfur er höfundur í góðu, öruggu starfi hjá hinu opinbera og kannsku e-u öðru til sem gefur öruggar tekjur.

Höfundur er nú kominn á hillu þeirra sem hafa það betur en aðrir.

Þá breytist tóntegundin, þó kórinn syngi falskt.

Höfundur sem áður flutti fréttir af spillingunni kann nú að vera hluti af henni sjálfur.

Sagan bítur í skottið.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 13.3.2021 kl. 23:12

15 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já-takk fyrir það Ómar minn,en ég var búin að skrifa talsvert meira m.a um Ragnar  sem kallaði sig "risaeðluna" og vitaði í seinustu færslu hans á mínu bloggi,þear puttinn a´gula miðnum setti mig út af laginu or þurrkaði mesta út og sendi yrjunina strax óyfirfærða mb.Kv.  

Helga Kristjánsdóttir, 14.3.2021 kl. 03:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband