Veirufrítt land þýðir lokuð landamæri

Ef við ætlum að halda samfélaginu opnu, í merkingunni að hversdagslífið gangi sinn vanagang, þarf að loka á ferðalög til og frá landinu nema með ströngustu skilyrðum. Fyrirkomulagið þarf að vera í gildi þangað til Kínaveiran lætur undan síga í útlandinu.

Nágrannar okkar í austri, Noregur og Svíþjóð, ræða víðtækar samfélagslokanir til að stemma stigu við farsóttinni. Hvorugt landanna er í þeirri stöðu, sem Ísland nýtur, að hafa fulla stjórn á landamærum sínum.

Um það er ekki lengur deilt að annað tveggja þarf að gerast til að opna á ferðalög til og frá landinu. Að allir landsmenn séu bólusettir, kannski næsta haust, eða að útlönd verði veirufrí sem verður ekki fyrr en næsta ár.


mbl.is Áhyggjuefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrossabrestur

Ja hérna, það yrði nú aldeilis vælið ef landamærunum yrði lokað.

kv. hrossabrestur

Hrossabrestur, 9.3.2021 kl. 16:46

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Það mætti halda að þetta væri drepsótt eins og Ebóla

Það virðist hafa tapast í hafið í öllum hræðsluáróðrinum að flestir þola það vel að fá þessa Kínaveiru í skrokkinn.

Grímur Kjartansson, 9.3.2021 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband