Þriðjudagur, 9. mars 2021
Veirufrítt land þýðir lokuð landamæri
Ef við ætlum að halda samfélaginu opnu, í merkingunni að hversdagslífið gangi sinn vanagang, þarf að loka á ferðalög til og frá landinu nema með ströngustu skilyrðum. Fyrirkomulagið þarf að vera í gildi þangað til Kínaveiran lætur undan síga í útlandinu.
Nágrannar okkar í austri, Noregur og Svíþjóð, ræða víðtækar samfélagslokanir til að stemma stigu við farsóttinni. Hvorugt landanna er í þeirri stöðu, sem Ísland nýtur, að hafa fulla stjórn á landamærum sínum.
Um það er ekki lengur deilt að annað tveggja þarf að gerast til að opna á ferðalög til og frá landinu. Að allir landsmenn séu bólusettir, kannski næsta haust, eða að útlönd verði veirufrí sem verður ekki fyrr en næsta ár.
Áhyggjuefni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ja hérna, það yrði nú aldeilis vælið ef landamærunum yrði lokað.
kv. hrossabrestur
Hrossabrestur, 9.3.2021 kl. 16:46
Það mætti halda að þetta væri drepsótt eins og Ebóla
Það virðist hafa tapast í hafið í öllum hræðsluáróðrinum að flestir þola það vel að fá þessa Kínaveiru í skrokkinn.
Grímur Kjartansson, 9.3.2021 kl. 16:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.