Föstudagur, 5. mars 2021
Píratar í spillingunni
Trúnaðarbrot er ein útgáfa spillingar. Þingmenn hafa stöðu sinnar vegna aðgang að trúnaðarupplýsingum. Brjóti þeir trúnaðinn eru þeir sekir um misnotkun á opinberu valdi.
Tveir þingmenn Pírata, Jón Þór og Andrés Ingi, virðast líta svo á að trúnaðarskylda nefndarmanna í stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar alþingis eigi að gilda um aðra en ekki þá sjálfa.
Hér er á ferðinni dæmigert hugarfar spillingar sem lýsir sér í tvöfeldni: reglur eiga að gilda en ég sjálfur er hafinn yfir þær.
Deilt á pírata fyrir trúnaðarbrest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvernig komst þetta símtal til fjölmiðla??
Sigurður I B Guðmundsson, 5.3.2021 kl. 11:05
Ætti það ekki að vera sjálfkrafa refsing að þessir einstaklingar hafi ekki frekari aðgang að trúnaðargögnum og samtölum. Maður setur ekki vatn í götótt ílát nema einu sinni.
Þessar nýmóðins aftökusveitir vinstrimanna eru að verða uggvænlegar. Tilefnið er aldrei annað en: Þú ert í röngum flokki og ekki sammála mér. Nú líður að kosningum og kristalsnæturnar verða margar áður en yfir lýkur.
Jón Steinar Ragnarsson, 5.3.2021 kl. 12:45
Það er ekki trúnaðabrot af hálfu þingmanns að tjá sig um eitthvað sem var þegar á allra vitorði því þá er það ekki háð trúnaði. Býst samt ekki við að sú staðreynd stoppi sleggjudóma ykkar hér í dómstóli götunnar.
Guðmundur Ásgeirsson, 5.3.2021 kl. 14:40
Hafa þingmenn virkilega ekkert þarfara að gera en að standa í svona "tittlingaskít"? Er eitthvað óeðlilegt við það að ráðherra hringi í undirmann sinn?????????
Jóhann Elíasson, 5.3.2021 kl. 17:29
Hversu oft hefur sami dómsmálaráðherra sagt að hún megi ekki skipta sér af einstökum málum eins og t.d. málum hælisleitenda?
Og hvaðan kemur sú kenning að dómsmálaráðherra sé yfirmaður lögreglunnar, sem á að vera sjálfstæð í störfum sínum. Ísland er ekki Bandaríkin og hér er ekki "commander-in-chief" fyrirkomulag stjórnskipunar.
Guðmundur Ásgeirsson, 5.3.2021 kl. 18:45
Guðmundur farðu nú ekki að vera með einhverja þvælu, þú veist það fullvel að Dómsmálaráðherra er yfirmaður lögreglunnar.......
Jóhann Elíasson, 5.3.2021 kl. 19:52
Guðmundur nú þarft þú að kynna þér stjórnskipunm íslands fyrir næsta komment. Fjölmiðlamenn og þingmenn og þ.m.t. þingmenn pírata heimta svör frá dómsmálaráðherra um störf lögreglunar. Hvernig á ráðherra að svara þessum spurningum ef hann má ekki tala við lögregluna?
Stefán Örn Valdimarsson, 5.3.2021 kl. 20:34
Stefán. Nú vill svo til að ég var með hæstu einkunn í mínum árgangi í stjórnskipunarrétti. Hef engan áhuga á að monta mig sérstaklega af því en varð samt að nefna þetta í tilefni af athugasemd þinni.
Staða ráðherra sem yfirmanns lögreglunnar er aðeins formlegs eðlis. Í sömu grein lögreglulaga og ráðherra er nefndur sem æðsti yfirmaður kemur nefninlega einnig fram að Ríkislögreglustjóri fari með málefni lögreglunnar í umboði ráðherra. Þetta er svipað því að Forseti Íslands er samkvæmt stjórnarskrá ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum jafnvel þó hann skipi formlega ríkisstjórnina og hún starfi þannig í umboði hans. Forseti Íslands rífur ekki upp símtól og hringir í ráðherra út af "einstökum málum".
Þingmenn pírata hafa ekki heimtað svör frá dómsmálaráðherra um störf lögreglunnar í þessu máli, heldur hennar eigin störf sem fólust í því að hringja a.m.k. tvívegis í lögreglustjóra á aðfangadag.
Það er betra að fara rétt með staðreyndir.
Guðmundur Ásgeirsson, 5.3.2021 kl. 23:18
Guðmundur þú hefur nú oft verið skarpari og ert svo sem ekkert að bregðast mér en á Áslaug að gjalda viteysis kenninga þinna út á miðju stræti,eða hvað kallaðirðu þennan vettvang skoðanaskipta manna hér.
Helga Kristjánsdóttir, 6.3.2021 kl. 00:02
Sem dómsmálaráðherra er sjálfsagt að óska upplýsinga um einhver mál sem eru á orðrómsstigi og móðursýkisstigi í fjölmiðlum. Hér var ekki um sakamál að ræða heldur og afleiðingarnar af meintum fyrirspurnum akkúrat engar.
Píratar stökkva bara á allt sem getur hjálpað þeim að tortryggja og níða skóinn af öðrum ráðamönnum utan þeirra raða af því hafa ekkert fram að færa. Sókn er besta vörnin er sagt. Á meðan þeir ná að fanga athygli fjölmiðla á engu, þá beinist ljósið ekki að þeim á meðan.
Jón Steinar Ragnarsson, 6.3.2021 kl. 00:39
Ég sagði aldrei að Píratar hefðu hafi heimtað svör um framgöngu lögreglunar í þessu máli en það hafa þeir gert í öðrum málum m.a. í máli varðandi lögreglumann sem skreytti sig merkjum m.a. annars hauskúpu sem er reyndar tákn sem píratar sjálfir hafa haldið mjög á lofti.
Samkvæmt íslenskum stjórnskipunarhefðum hefur aldrei verið litið þannig á að staða dómsmálaráðherra yfir lögreglunni sé eingöngu formslegs eðlis
Stefán Örn Valdimarsson, 6.3.2021 kl. 10:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.