Mánudagur, 1. mars 2021
Leiði, frelsi og tveir kostir
Íbúar Óslóar sæta ströngum sóttvarnarreglum á næstunni vegna nýsmits Kínaveirunnar. Þeir fá leyfi yfirvalda að vera leiðir þegar búðir loka, nema nauðsynjaverslanir, og hitta ekki mann og annan.
Hér á Fróni ber minna á mæðu, líklega skildu forfeður okkar hana eftir í Vík Haraldar lúfu. Aftur er meiri umræða um frelsisskerðingu hér vestra en í átthögunum.
Hér í skjálftalandi þykir sumum það skerða frelsið að bera grímu og hafa ekki leyfi að vera meira ofan í næsta manni en nemur einum til tveim metrum. En trauðla getur það verið spurning um frelsi að stunda persónulegar sóttvarnir.
Frelsi til að stunda ferðir til og frá landinu er aftur hægt að ræða. Þar eru valkostir skýrir. Annað tveggja sættumst við á að setja takmarkanir á ferðafrelsi til og frá útlöndum eða búum við stórfellda skerðingu á athafnafrelsi innanlands með tilheyrandi lokunum á samfélagsstarfsemi.
Valið er einboðið. Við hljótum alltaf að taka frelsið heima fram yfir útlendan veiruskratta. Og erum hvorki mædd né leið yfir þeim kosti.
![]() |
Í dag má vera mæðulegur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.