Fimmtudagur, 25. febrúar 2021
Glæpir, útlendingar og Píratar
Nú liggur fyrir dómur um að útlendingur á forræði Pírata nauðgaði konu og skal sitja í þrjú ár í fangelsi.
Reebar Abdi Mohammed 34 ára frá Kúrdistan er í tvennum skilningi á ábyrgð Pírata. Hann var virkur í flokksstarfi og Píratar öðrum flokkum fremur vill opin landamæri og taka á móti hverjum sem hingað kemur.
Reynsla nágrannaríkja okkar er að útlendingar fremja hlutfallslega fleiri glæpi en heimaaldir. Augljóst er að útlendingur er ekki skólaður og siðaður að háttum og siðvenjum nýrra heimkynna. Ef landamærin eru öllum opin er hætt við að misjafn sauður leynist í mörgu fé.
Píratanauðgarinn ætti að vera okkur áminning um að opin landamæri eru ávísun á aukna glæpi.
Þrjú ár fyrir nauðgun á salerni skemmtistaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Maður þarf ekki að vera tepra til að fráiðja sér lýsinga í smáatriðum nauðganaglæpa.
Helga Kristjánsdóttir, 25.2.2021 kl. 18:44
Þetta eru erfiðir tímar fyrir siðapostula.
Ragnhildur Kolka, 25.2.2021 kl. 21:25
Sækjast sér um líkir.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.2.2021 kl. 21:57
Af hverju þurfa Íslendingar að vera á seinni að taka við sér en lönd sem hafa brennt sig á þessum málum? Er ekki hægt að nýta sér þeirra reynslu og forðast forarpyttina? Þetta er góð lýsing á börnum sem stjórna á Alþingi.
Ingólfur Sigurðsson, 26.2.2021 kl. 00:14
Fjandakornið, það er eins og að aldrei hafi verið til íslenskur Dómkirkjuprestur sem nauðgaði barni á yngri árum, reyndar áður en hann gekk í Sjálfstæðisflokkinn og það með fjölda íslenskra nasista. Ingó með hattinn hér að ofan (Kópavogsnasistinn) kom til síðar og er því ekki talinn hæfur í húsum í Valhöll. Hvenær var prestinum i Dómkirkjunni komið út fyrir landamæri ykkar, siðprúða fólk? Er nóg að hann "brenni í helvíti"?
Það varðar við hegningarlög að dæma heila þjóð eða þjóðfélagshóp (flóttamann) út frá gerðum eins manns. Þeim ykkur sem teljið ykkur sannkristin, þá er það einnig glæpur gagnvart Guði ykkar og syni hans eingetnum, sem í aldaraðir var notaður sem ástæða til að myrða gyðinga og kenna þeim um allt sem miður fór í eymdarsamfélögum krisinnar, þó svo að þeir nauðguðu ekki forardrukkinni íslenskri konu á öldurhúsi.
FORNLEIFUR, 26.2.2021 kl. 05:04
Æskilegt er að útlendingar tileinki sér íslenska menningu, en þó að íslendingar nauðgi konum er það ekki hluti af okkar ,,menningu".
Ákveðnir flokkar hafa ákveðið að útlendingar séu velkomnir hér og fái lífsviðurværi með því að ganga á velferðarkerfið hér, en fylgir ósamþykkt samræði við hreinræktaðar íslenskar konur með í pakkanum eins og sumir vilja meina ?
Loncexter, 26.2.2021 kl. 16:17
Þú ert stóryrtur og persónulegur í dag, Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, (Fornleifur/Forngrímur). Ég er forvitinn að vita hvaða ástæður eru fyrir því að þú tekur allt tal nærri þér sem víkur út frá viðtekinni pólitískri rétttrúnaðarstefnu sem ætti að vera orðin barn síns tíma.
Nokkrum sinnum hef ég komið í Valhöll í Reykjavík og ekkert átt nema kurteisleg og góð samskipti við alla þar, svo hér ert þú með fjas í reiði þinni sem er bara þín einkaútrás þinna tilfinninga.
Ég hef leyft mér frelsi í skoðunum, en það er munur á því að dæma alla út frá nokkrum einstaklingum eða benda á að meiri hætta sé á að tiltekin afbrot séu algengari meðal ákveðinna hópa. Bob Dylan er minn uppáhaldstónlistarmaður útlendur og hann er gyðingur, og mér finnst það allt í lagi. Gyðingar hafa unnið mikil afrek í sögunni og margir þeirra miklir hæfileikamenn, og gáfur þeirra yfir meðallagi myndi ég segja hiklaust.
Það er þó gott að þú viðurkennir að Gyðingar voru ofsóttir áður en seinni heimsstyrjöldin hófst. Það er vafasamt að þín mikla herferð til að skrímslavæða duglega Íslendinga hverra skoðanir í fortíðinni hugnast þér ekki sé þér til framdráttar.
Að öðru leyti finnst mér það prýðilegt að þú tjáir þig. Allir hafa rétt á sínum skoðunum, og ég tel að allir hafi nokkuð til síns máls.
Ég reyni mitt besta til að virða þig og það sem þú setur frá þér. Ég reyni að vera friðarins maður. Maður hefur frelsi til að efast um að dómur sögunnar eða stórs hluta samfélagsins sé réttur í ákveðnum málum. Það var viðtekin venja að svipta óvini í stríðum mennskunni. Það náði hámarki í seinni heimsstyrjöldinni, en var ekki fundið upp þar. Það ættir þú sem sagnfræðingur að vita og viðurkenna. Svo óska ég þér góðrar helgar.
Þar að auki var þessi færsla Páls ekki um nasisma, en sumir hafa mikla þörf fyrir að troða því umræðuefni inní allt.
Ingólfur Sigurðsson, 26.2.2021 kl. 20:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.