RÚV ritskoðar, opnar nýja víglinu gegn Samherja

Í bráðum áratug er RÚV í stríði við Samherja, norðlensku útgerðina. RÚV sakaði Samherja um brot gjaldeyrislögum 27. mars 2012. Ásökun RÚV var unnin í samvinnu við gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands. Þar komu við sögu skjöl sem ýmist voru fölsuð, týnd eða hvorutveggja. Ásökunin rann út í sandinn.

Næsti áfangi í herferð RÚV gegn Samherja hófst 2019 með svokölluðu Namibíumáli. Þar tók RÚV upp á sína arma vonsvikinn fyrrum starfsmann Samherja til að koma höggi á fyrirtækið. Trúnaðarmaður RÚV og aðalheimild var ekki upp á marga fiska.

Angi af Namibíumálinu er meint peningaþvætti í gegnum norskan banka, DNB. Þegar efnahagsbrotadeild norsku lögreglunnar hættir rannsókn þegir RÚV og grípur til ritskoðunar á tilraun Samherja til að bera hönd fyrir höfuð sér - með því að benda á hið augljósa, að lögreglurannsókn á ásökunum RÚV var tilhæfulaus.

En þá opnar RÚV nýja víglínu og byrjar endurvinnslu á ásökunum namibískra viðskiptafélaga Samherja.

RÚV er opinber stofnun sem er komin langt út fyrir sitt hlutverk í herferðinni gegn Samherja.

 


mbl.is Heiðar Örn: „Það er ljótt að stela“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Ottósson

Segir þú, "blaðamaðurinn" á moggablogginu sem er í eigu samherja...með Eyþór Arnalds sem front...gerir pistil þinn mjög trúverðugan.

Ívar Ottósson, 19.2.2021 kl. 09:33

2 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Þessi pistill er hárréttur. RÚV er þjóðarskömm.

Kristinn Bjarnason, 19.2.2021 kl. 13:39

3 Smámynd: Ívar Ottósson

Ætli skandallinn sé ekki heldur Morgunblðaðið, fjármagnað af Sjávarúvegsgreifum til að halda status kvó. 

Ívar Ottósson, 19.2.2021 kl. 13:50

4 Smámynd: Stefán Örn Valdimarsson

Ívar hvað kemur Morgunblaðið frammistöðu RÚV við?

Stefán Örn Valdimarsson, 19.2.2021 kl. 14:06

5 Smámynd: Ívar Ottósson

Lestu fyrst færsluna mína hér Stefán....Gagrýna RUV frá Moggablogginu af "blaðamanninum" osfrv. 

Ívar Ottósson, 19.2.2021 kl. 14:20

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hver nam útbíu þessa og hvar? 

Helga Kristjánsdóttir, 19.2.2021 kl. 15:14

7 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Ívar, það örlar á öfund út í útgerðamenn. Íslenskir útgerðamenn eru u.þ.b. þeir bestu í heimi. Þeir hafa haldið uppi lífsgæðum á Íslandi sem allt of fáir kunna að meta.

Kristinn Bjarnason, 19.2.2021 kl. 16:46

8 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Athyglisverð nálgun hjá höfundi.

Stundum á að fara að lögum en þegar hentar höfundi og hans slekti, þá gilda lög ekki, þá gilda annarleg sjónamið, núna sjónarmið eitt af útgerðarfyrirtækjum landsins.

Gott og vel, höfundur nefnir hér stríð og herferðir.

Höfundi hlýtur að vera lófa lagið að upplýsa hvað hann sjálfur er búinn að vera í stríði við RÚV ? 

Er það áður en starfsmaður þar kaus að stefna höfundi eða fyrr ? 

Trúii því ekki að höfundur sé enn að jafna sig, eða hvað ? 

Sigfús Ómar Höskuldsson, 19.2.2021 kl. 18:11

9 Smámynd: Grímur Kjartansson

4.515 milljónir króna af Fjárlögum fara árlega tli RUV.
Hluti af því fer til að kosta rannsókn útvaldra fréttamanna  hjá RUV á spillingu ráðamanna í Namibíu sem er eitt af fjölmörgum ríkjum í Afríku þar sem ekkert gerist nema gegn aukagreiðslum beint í vasa viðkomandi. Hvenær kom RUV með eigin fréttir af einhverju öðru ríki í Afríku?

Grímur Kjartansson, 19.2.2021 kl. 18:28

10 Smámynd: Ívar Ottósson

Kristinn..engin öfund hér, mörg Íslensk fyrirtæki hafa gert það gott og munu gera það gott í framtíðinni hérlendis og erlendis mér og mínum að meinlausu.

En Sjávarúvegurinn á Islandi er nokkuð annað mál, hér eru um Íslenskar auðlindir að ræða, þína og mína og allra Íslendinga í fortíð, nútíð og framtíð.

Og ekki hjálpar mútuhneiksli samherja i þessu máli sem eru hlutaeigendur að morgunblaðinu, sem eru með bloggið sem við erum að pósta hér. 

Margir vinklar að hugsa um hér...

Ívar Ottósson, 19.2.2021 kl. 23:17

11 Smámynd: Stefán Örn Valdimarsson

Veit einhver hvort Helgi Seljan að vinna þessa lengstu framhaldsskáldsögu sögunnar sem verktaki eða launamaður hjá RÚV? Ef hann er verktaki hefur þá RÚV skuldbundið sig að kaupa allt efni frá honum hversu lélegt það er og þó það sé augljóslega keyrt áfram af persónulegu ofstæki?  

Stefán Örn Valdimarsson, 20.2.2021 kl. 11:30

12 Smámynd: Jón Páll Garðarsson

Hvernig stendur á þessu blæti sjalla með pedófíla og stórtæka ræningja?

Jón Páll Garðarsson, 20.2.2021 kl. 11:33

13 Smámynd: Stefán Örn Valdimarsson

Já ég las athugasemdina Ívar. Skrif Páls standa samt efnislega fullkomleg fyrir sínu og það væri kannski eðlilegt að taka efnislega afstöðu til hennar frekar en að drepa málinu á dreif

Stefán Örn Valdimarsson, 20.2.2021 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband