Mánudagur, 15. febrúar 2021
Íhaldið ekki lengur skammaryrði
Morgunblaðið tilkynnti í dag, óbeint, að orðið íhald yfir Sjálfstæðisflokkinn er ekki lengur skammaryrði. ,,Kynslóðaskil í boði í prófkjörum íhaldsins," er fyrirsögnin á blaðsíðu fjögur um framboðsmál Sjálfstæðisflokksins.
Á millistríðsárunum varð ,,íhald" skammaryrði. Íhaldsflokkurinn þáverandi skipti um nafn og verð Sjálfstæðisflokkur.
Á erlendum málum vísar íhald í varðveislu, konservera.
Varðveisla er einmitt mál málanna eftir misheppnað alþjóðafrjálslyndi síðustu áratuga annars vegar og hins vegar kæfandi kófið í samtímanum.
Íhaldsmenn eru í góðri stöðu á kosningaári á Fróni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.