Trump og póstmódernísk stjórnmál

Lýðræðið er brothætt, sagði Biden forseti eftir sýknu Trump. Takmörk eru fyrir ósannindunum sem lýðræðið þolir. Ákæran á hendur Trump var pólitísk, rétt eins og fyrri ákæran um að Pútín Rússlandsforseti hefði tryggt honum kjör 2016.

Trump er fyrsti póstmóderníski forseti Bandaríkjanna. Hugmyndastefnan verður til á síðasta þriðjungi 20. aldar. Upphafsmenn hennar eru róttækir vinstrimenn sem gáfust upp á marxisma. Trump er hægrimaðurinn sem sýndi rökréttar afleiðingar póstmódernisma.

Ein helsta kennisetning póstmódernisma er að sannleikur sé hugmyndafræði án fótfestu i hlutlægum veruleika. 

Bandarískur heimspekingur, Harry G. Frankfurt, greindi og útskýrði áhrif póstmódernisma í tveim smákverum sem komu út laust eftir aldamótin, Um kjaftæði og Um sannindi.

Fyrra kverið, Um kjaftæði, lýsir veldisvexti kjaftæðis í opinberri umræðu. Frankfurt skrifaði kverið, sem upphaflega var ritgerð, á níunda áratug síðustu aldar, löngu fyrir daga félagsmiðla. Seinni textinn, Um sannleika, kennir að án sanninda erum við glötuð, rötum ekki um samfélagið okkar.

Póstmódernísk stjórnmál tóku flugið eftir fall kommúnismans. Í kalda stríðinu voru til sannindi, ekki þau sömu, að vísu, fyrir sósíalista og borgaralega þenkjandi, en sannindi engu að síður. Eftir fall Berlínarmúrsins mátti hver syngja með sínu nefi þau sannindi sem hentug þóttu hverju sinni. Ef sannleikurinn er spurning um persónuleg viðhorf, nú þá er enginn sannleikur.

Til að gera langa sögu stutta notfærði Trump sér kjaftæði og ósannindahefð bandarískra stjórnmála og bjó til trúverðuga frásögn um stöðu mála. Út á þá frásögn fékk hann sigur 2016.

Réttarhöldin yfir Trump í febrúar 2021 eru pólitísk hefndaraðgerð. En kannski kviknar ljós í framhaldinu. Lýðræðið er brothætt. Til að ekki fari illa þurfum við sannindi.


mbl.is Donald Trump sýknaður öðru sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Smá leiðrétting, fyrri ákæran var vegna þess að Trump hreyfði við viðkvæmu máli varðandi Biden í símtali við Ukrainuforseta. Russalygin var hins vegar gegnumgangandi ásøkun nær alla forsetatíð Trump en náði ekki ákærustigi vegna skorts á sønnunargøgnum. .

Postmodernismakenningin varð til í Frakklandi en náði best að skjóta rótum í US,td. í baráttumálum svertingja, samkynhneigðra og femínista. Það er athygli vert að uppgjörið við póstmódernisma skuli nú fara fram þar á sama tíma og hann er nánast horfinn í Frakklandi og Evrópu yfirleitt. Þøkk sé Merkel og vaxandi vitund Evrópubúa um tilvistarvanda sinn. 

Ragnhildur Kolka, 14.2.2021 kl. 13:52

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Takk fyrir leiðréttinguna, Ragnhildur. Rannsókn þingins á kosningunum 2016 gekk út á að Pútín hefði tryggt Trump kjör en leiddi ekki til ákæru. Afskipti Trump af Úkraínu-málum Biden-feðga gerðu það aftur.

Páll Vilhjálmsson, 14.2.2021 kl. 14:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband