Föstudagur, 12. febrúar 2021
Logi: Samfylking hætti umræðustjórnmálum
Logi formaður gaf í hádeginu út yfirlýsingu í málgagninu að Samfylkingin væri hætt umræðustjórnmálum.
,,Svona umræður eru aldrei góðar," sagði formaðurinn.
Nýja stefnan er kölluð sænska þögnin.
Varaþingmaður segir sig úr Samfylkingunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það mætti nú hafa "umræður" um þversögnina að vilja ganga í ESB og um leið redda peningum í ríkiskassann með að skattleggja sjávarútveginn sem er gífurlega styrktur hjá ESB
Grímur Kjartansson, 12.2.2021 kl. 17:36
Logi reynir að skýla sér á bak við það að hann hafi ekki neina aðkomu að málinu, að hann hafi ekki séð listann. Þó veit hann hversu margir sóttust eftir að komast á hann. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann notar svona orðræðu, að þykjast ekki vita þegar vandamál koma upp en hlaupa svo í fjölmiðla þegar högg er hægt að koma á annan. Sennilega lært þetta af félaga sínum Degi, nema þetta sé einhver sér Samfylkingarveiki.
Eðli starfs formanns í stjórnmálaflokki er að vita hvað er að ske á hverjum stað innan flokksins, þekkja alla veikleika og allar deilur og stunda sátt innan flokksins. Það er engum stjórnmálaflokki hollt að hafa formann sem ekki hefur kjark til að taka á innanflokksmeinum.
Vandamál Samfylkingar græta mig hins vegar ekki.
Gunnar Heiðarsson, 13.2.2021 kl. 00:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.