Miðvikudagur, 10. febrúar 2021
Einnota vinstriflokkar, margnota þingmenn
Vinstri grænir voru einnota fyrir Rósu Björk og Andrés Inga. Rósa Björk gekk í Samfylkinguna og Andrés Ingi tekur sér heimilisfestu í Pírötum, Róbert Marshall sat á þingi fyrir Samfylkingu og Bjarta framtíð en vill núna á þing sem vinstri grænn.
Þetta eru aðeins nýjustu dæmin um flokkaflakk vinstrimanna.
Tvær ályktanir má draga. Í fyrsta lagi að vinstriflokkarnir eru hverjir öðrum líkir. Í öðru lagi að persónulegur metnaður margra vinstrimanna er öllu félagslegu starfi yfirsterkari.
Ekki það að vinstrimenn séu einir um hégómleg viðhorf til stjórnmála. En þeir standa núna vel til höggs.
![]() |
Andrés Ingi gengur til liðs við Pírata |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fyrirlitning mín á þessu pakki er botnlaus. Þau eru óalandi og óferjandi því lygaeðlið og sviksemin er öllu yfirsterkari í þeim. Hver getur treyst svona fólki fyrir horn?
Halldór Jónsson, 10.2.2021 kl. 18:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.