Flökkusögur og hlutabréf

Öll hlutabréf lækkuðu við opnun markaðarins í morgun, degi eftir að flökkusagan um Ísland sem tilraunaland í bólusetningu var kveðin í kútinn. Þegar leið á morguninn hjarnaði við á markaði.

En það fyrirtæki sem flestir veðjuðu á að græddi mest á farsóttarfríu Íslandi, Icelandair, tók á sig högg. Lækkun upp á um 12 prósent í hádeginu.

Eiginlega er verð á hlutabréfum Icelandair leiðrétting fremur en hrun, slík var hækkun þeirra þegar flökkusagan tilraunina fór á flug í síðustu viku og fyrstu tvo í þessari.

 


mbl.is Hlutabréf Icelandair hrynja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Lífið er lotterí. 

Ragnhildur Kolka, 10.2.2021 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband