Þriðjudagur, 9. febrúar 2021
Friður var ekki í boði, óþarfi að taka sjensinn
Tilraunabólusetningin í samvinnu við Pfizer rann út í sandinn. Að sögn vegna þess að bandaríski lyfjarisinn kippti að sér hendinni. Fleira kom til.
Í innanlandspólitíkinni var það helst að frétta að friður var ekki í boði. Undiraldan var þannig að samningur við Pfizer hefði fengið gagnrýni. Ómögulegt er að segja hve víðtæka. Stjórnarandstaðan sat á girðingunni, tilbúin að leggja gagnrýnisröddum lið ef það þýddi vinsældir.
Þá er staðan á faraldrinum þannig hér á landi að engin ástæða er til að örvænta. Nær engin smit og breið pólitísk samstaða um ríkjandi sóttvarnir, þ.m.t. stífar reglur á Keflavíkurflugvelli. Í farsæld er óþarfi að taka áhættu.
Ríkisstjórnin var varkár í málinu og Pfizer sá um að slíta viðræðum. Snoturt pólitískt handbragð hjá Kötu og stjórninni.
Vissum vel að brugðið gæti til beggja vona | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.