Þriðjudagur, 9. febrúar 2021
Hrökkva að stökkva? Tilraunin er pólitískt ofurviðkvæm
Tilboð um átaksbólusetningu þjóðarinnar, sem ríkisstjórnin stendur líklega frammi fyrir, er verulega snúin, einkum fyrir Vinstri græna.
Sumir telja ósiðlegt að Íslendingar troði sér framar í röðina eftir bóluefni, sbr. grein Vilhjálms Árnasonar, sem gerð var að umtalsefni í morgunbloggi. Þá eru einhverjir með fullan fyrirvara á tilraunaverkefni í samvinnu við bandarískum lyfjarisa. Kannski er um fjórðungur þjóðarinnar í þessum hópi og þorri þeirra til vinstri í pólitík.
Þá eru þeir sem ekki taka í mál að láta skylda sig til bólusetningar og stórefast um allt bramboltið í nafni veiruvarna. Líklegir kjósendur Sjálfstæðisflokksins þar á ferð.
Loks eru það afleiðingarnar af tilrauninni, sem enginn getur séð fyrir.
Trump tapaði forsetakosningunum vegna Kínaveirunnar. Í haust bera ríkisstjórnarflokkarnir ferilsskrá sína undir kjósendur. Þar mun vega þungt hvernig til tókst með farsóttina.
Samúð okkar á öll að vera með oddvitum ríkisstjórnarinnar sem eru á milli steins og sleggju.
Ráðamenn ekki á Pfizer-fundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Margir telja að um sé að ræða bóluefni sem veitir vörn fyrir lífsstíð, eða í amk einhver ár. Mótefnið dugar í ca. 6 mánuði (3-8 hefur maður lesið). Hver vill taka bóluefni sem alderi hefur verið prófa á mönnum fyrir svo skamma vörn sem dugar þar að auki ekki endilega á alla nýju stofnana.
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 9.2.2021 kl. 15:39
Eru það stjórnmálaleiðtogarnir sem að bera ábyrgðina?
Almenningur hlýtur að ráða hvort að hann stekkur sjálfviljugur
á "bóluefna-eiturbras-aftöku-vagninn" hjá new-world-order
eða ekki:
https://tibsen.blog.is/blog/tibsen/#entry-2260683
--------------------------------------------------------
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/01/26/attunda_andlatid_tilkynnt_til_lyfjastofnunar/?fbclid=IwAR2u1eAgNkTNrGsiHRFEIEIagqduO-Q-cN9gLkgieGvyWe-lv7prEyPisS0
---------------------------------------------------------------------------
https://www.bitchute.com/video/7J2g60NC6KAJ/?fbclid=IwAR1xdoJH154bWQBdDARl0hgIUBiGqSTX99e3iA1Ccwsj3VEU70Bg7hVk7Gc
Jón Þórhallsson, 9.2.2021 kl. 15:48
Pútín á nóg af fæinu bóluefni og við gætum keypt af honum
en ESB vinnur nú hörðum höndum að því að koma á viðskiptabanni út af Navalany svo það verður víst ekkert af því
Grímur Kjartansson, 9.2.2021 kl. 19:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.