Lýðræði, menning og farsótt

Aðeins Norðurlönd, Írland, Nýja Sjáland og Kanada eru fullveðja lýðræðisríki, samkvæmt tímaritinu Economist. Önnur ríki búa við áfátt lýðræði og allt upp í harðstjórn.

Economist kennir farsóttinni um versandi stöðu lýðræðis í heiminum. Ríki heims bregðast ólíkt við faraldrinum. Engin samþykkt uppskrift er við Kínaveirunni og lærdómurinn er fenginn jafnóðum og viðbrögð eru ákveðin með opinberum lögum og reglum.

Eitt sem einkennir þau ríki er fá jákvæða umsögn um lýðræði er að þau teljast fremur einsleit í alþjóðlegum samanburði og búa að menningarlegri samheldni.

Farsóttin er efnahagsleg, pólitísk og heilsufarsleg og skellur á með tilheyrandi hamförum. Einsleit menning þjóðríkja gerir þau betur í stakk búin að standast áraunina. 


mbl.is Hörmulegar afleiðingar Covid-19
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband