Vinstrimenn hallast til þjóðhyggju

Hvers vegna er landamærunum ekki lokað? spyr breski Verkamannaflokkurinn í auglýsingaherferð og vill nota nýfengið fulleldi frá Brussel til að gera Bretland breskt á ný.

Upp með þjóðfánann og niður með alþjóðahyggjuna er viðkvæði Verkamannaflokksins. Til viðbótar eiga þingmenn flokksins að forðast drusluklæðnað pírata á alþingi. Virðulegur klæðnaður hæfir ábyrgum málflutningi; drusla í útliti er drusla í hugsun.

Svo gerist það að vestræna elítan frestar Davos-fundum að ræða alþjóðavæðinguna. Óformlegt bandalag hefur verið á milli vinstrimanna og vestrænu valdaelítunnar. Vísindaskáldskapur um manngert loftslag í heimsþorpinu er límið í bandalaginu.

En nú er hún Davosbúð stekkur. Vinstribörnin orðin þjóðleg og alþjóðahrafnarnir flognir. Heimur batnandi fer.


mbl.is Davos-ráðstefnunni frestað í annað sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þetta er mikið fagnaðarefni, satt er það, að þjóðfánar, þjóðlegheit og slíkt er aftur að verða vinsælt hjá mörgum. Hins vegar held ég að alþjóðahrafnana megi fremur kalla alþjóðavillidýr, sem ráða yfir hrægammasjóðum og nærast á almenningi, en eins og sagt er um villidýrin, að þau eru hættulegust þegar þau finna að þau eru að verða í minnihluta og að stefna þeirra er að verða óvinsæl, það er að segja fjölmenningin. Það gerist hægt og bítandi en greinilega þó.

Óeðlileg reiðin gegn Trump er dæmi um það þegar alþjóðavillidýrin hræðast stöðu sína. Hið eðlilega, lýðræðislega þjóðríki getur því ekki hrósað sigri enn, langt frá því, en hægt er að sjá hilla í tap alþjóðavæðingarhrægammanna. Það er þó gott og fagnaðarefni.

Ingólfur Sigurðsson, 5.2.2021 kl. 02:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband