Miðvikudagur, 3. febrúar 2021
Áfengi, sóttvörn og þegnskapur
Frelsi og þegnskapur er sitthvað. Í vörn gegn Kínaveirunni láta Íslendingar margt ófrelsið yfir sig ganga í þegnskap við samborgara sem veikir eru eða aldraðir. Kínaveiran leggst ekki á hraust fólk. Þeir sem höllum fæti standa eru aftur í hættu.
Í áfengismálum höfum við í áratugi sýnt þeim þegnskap sem ekki kunna með áfengi að fara. Einkum þó fjölskyldum þeirra sem veikir eru fyrir víni. Þegnskapurinn birtist þannig að við sem kunnum hóflega umgengni við áfengi sættum okkur við ófrelsið að geta ekki keypt rauðvín eða bjórkippu í matvörubúð.
Um rýmkun aðgengis að áfengi segir Áslaug Arna: ,,Við í Sjálfstæðisflokknum fögnum öllum stuðningi við frelsið."
Þegar lýðheilsa er í húfi er þegnskapur meira virði en frelsið. Gildir bæði um farsótt og áfengi.
Frumvarp Framsóknar sérkennilegur stuðningur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Að ég tali ekki um tóbak sem má ekki einu sinni glitta í þar sem það er selt.
Helga Kristjánsdóttir, 3.2.2021 kl. 12:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.