Skot strokkuð í hatur

Byssuskot á skrifstofu Samfylkingar og bíl borgarstjóra eru hráefni í margar yfirlýsingar, núna síðast frá Samfylkingu höfuðborgarinnar, um tengsl við ,,hatursorðræðu."

Einhver grunaður er í höndum lögreglu. Kannski er það geðbilaður einstaklingur. Enginn veit.

Pólitíkusar sem mjólka skotárásirnar og strokka afurðina til að verða einhvers konar ,,hatursorðræðu" gera engum greiða, hvorki sjálfum sér né samfélaginu. Þeir sem tengja skotárásirnar við pólitíska umræðu eru ekki síður afbrigðilegir en sá byssuglaði.

 


mbl.is „Ekki fara á límingunum!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Þeir sem hafa hæst öskruðu líka Heyr Heyr

á fundinum á Austurvelli þar sem verið var að krefjast nýrrar stjórnarskráar

þegar ræðumaðurinn sagði að allir Sjálfstæðismenn væru barnaníðingar

Grímur Kjartansson, 31.1.2021 kl. 19:19

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hvad mega þá Bjarni Ben og Vigdís Hauks segja, hvað þá SDG sem ekki má opna mumnin án þess að øll haturshjørdin gangi af gøflunum. RUV hefur ekki tekið þetta fólk í drottningviðtal um "hatursordræduna" sem það hefur orðið fyrir. Þó hefur hún varað linnulaust árum saman og keyrð áfram af hælbitunum í Samfylkingu og Pirøtum. 

Ragnhildur Kolka, 31.1.2021 kl. 20:11

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þar hittir þú naglann á höfuðið.

Helga Kristjánsdóttir, 1.2.2021 kl. 00:11

4 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Thad er ekki sama af hverjum hatursordraedan beinist.

Haegri, allt i lagi..bara heyr heyr.

Vinstri....allt vitlaust.

Sigurður Kristján Hjaltested, 1.2.2021 kl. 11:43

5 Smámynd: Loncexter

Af hverju álíta vissir menn að maðurinn sé hættulegur ?

Ég sé ekki hvað er hættulegt við mann sem skemmir bíla og glugga.

Ef ég væri bíll eða gluggi mundi ég kannski hafa þá skoðun.

Loncexter, 3.2.2021 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband