Samsæri RÚV og SÍ gegn Samherja

Starfsmaður Seðlabanka Íslands og Helgi Seljan fyrir hönd RÚV gerðu með sér samsæri að valda Samherja hámarksskaða. Samsærið gekk út á að húsrannsókn á Samherja yrði gerð undir vökulum sjónvarpsmyndavélum RÚV og birt samdægurs. Hluti af samsærinu var að Helgi Seljan veifaði skjali framan í áhorfendur, - sem síðar reyndist ýmist týnt,falsað eða logið.

Allt þetta er búið að afhjúpa. Tölvupóstar með samskiptum Helga Seljan og starfsmanns bankans liggja fyrir.

Rökstuddur grunur er um að samsærið sé lögbrot og stendur yfir lögreglurannsókn. Málið var sent vestur á firði þar eð lögreglustjórinn í Reykjavík er vanhæfur.

Samsærið gegn Samherja var tilhæfulaust. Ákæra RÚV og Seðlabanka Íslands fór til dómstóla sem sýknuðu fyrirtækið.

Ef það er spilling á Íslandi þá liggur hún í opinberri aftökutilraun tveggja ríkisstofnana á íslensku fyrirtæki.

Er ekki tímabært að uppræta slíka spillingu?

 


mbl.is Hreyfing komin á rannsókn um samráð SÍ og RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Páll Garðarsson

Þeir voru ekki sýknaðir af sakleysi heldur hafði ráðherra "gleymt" að skrifa undir lög sem heimilaði sekt við afbrotum þeirra. En eitt er sérstakt með ykkur sjalla hvað þið mærið þá sem eru uppvísir af óheiðarleika.

Jón Páll Garðarsson, 29.1.2021 kl. 18:17

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Jón Páll, ef ekki er um løgbrot að ræða hver er þá glæpurinn? 

Ragnhildur Kolka, 29.1.2021 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband