Pólitískur ómöguleiki bankasölu

Bankar búa til peninga, útskýrir Gylfi Zoega hagfræðingur, og að því leyti ekki eins og önnur fyrirtæki. Freistnivandi eigenda banka að búa til peninga handa sjálfum sér og meðreiðarsveinum var eftir útrás kallaður ,,að ræna banka innanfrá."

Hvaða íslenskir einkafjárfestar eru með siðferðisvottorð að standast freistnivanda er fylgir bankaeign? Jón Ásgeir? Ólafur í Samskip? Björgólfur Thors? 

Um leið og Bjarna fjármálaráðherra er óskað til hamingju með rekstur ríkissjóðs, sjá meðfylgjandi frétt, er hann minntur á hugtak hans sjálfs úr umræðu á alþingi: pólitískur ómöguleiki. 


mbl.is Mikill áhugi fjárfesta á skuldabréfum ríkissjóðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Eru ekki flestir bankar í heiminum í einkaeigu?

Af hverju ætti að vera ómögulegt að bankar hér séu í einkaeigu?

Þorsteinn Siglaugsson, 28.1.2021 kl. 19:10

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Langar að vita (muna) í hvaða sambandi umræðna á Alþingi Bjarni fjármálaráðherra viðhafði þessi orð; "Pólitískur ómöguleiki" --
 Varla nokkuð ofan á brauð?

Helga Kristjánsdóttir, 29.1.2021 kl. 05:48

3 Smámynd: Hólmgeir Guðmundsson

Ómöguleikinn var sá að ríkisstjórn hans og Sigmundar Davíðs héldi áfram svokölluðum aðildarviðræðunum við esb

Hólmgeir Guðmundsson, 29.1.2021 kl. 20:23

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Aha!Takk Hólmgeir.

Helga Kristjánsdóttir, 31.1.2021 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband